Aukin verkefni hjá Anolit framleiðslubifreiðunum

Eins og við sögðum frá fyrir stuttu þá hafa verkefnin verið að aukast bæði fyrir framleiðslubifreiðina hér á suðvestur horninu og hinni sem er fyrir austan.

Eins og við sögðum frá fyrir stuttu þá hafa verkefnin verið að aukast bæði fyrir framleiðslubifreiðina hér á suðvestur horninu og hinni sem er fyrir austan.

Framleitt hefur verið í poka og einnig beint í borholur. Með þessari aðferð sparast umtalsverð vinna og futningar efnis eru einfaldari. Nýting efnisins er líka langtum betri.


Fyrir nokkru var "Gamla daman" á Suðurlandi og var þá þessi mynd tekin við  framleiðslu á Anoliti í stórsekki. Sem komið er framleiðum við aðeins Anolit en möguleikar verða í framtíðinni á framleiðslu á Extra efnum (vatnsþolnu) og álblönduðu efni (meiri styrkur).

Á myndinni eru Guðlaugur frá Framrás og Magnús frá Borgarvirki við Háfell.