Borgarbyggðarbifreiðin farin í Borgarnes

Í dag í þessu leiðindaveðri sótti Bjarni slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar bifreiðina og ók henni upp í Borgarnes.  Í hvert skipti sem ný bifreið kemur hingað sjáum við breytingar og framfarir.
Í þessari bifreið er t.d. niðurfellanleg þrep til að stíga upp í hana að aftan en þau hafa verið sett vegna fyrirferðar þess búnaður sem fylgir EURO 4 vélunum.

Þessi bifreið er mjög lík þeim bifreiðum af þessari gerð sem eru hér nema að hér er vélin 450 hestöfl (eins og í bifreiðinni í Árnesi), háþrýstislöngukefli af nýrri gerð, sérstakur froðublandari á háþrýsting, við úðabyssu á þaki er hægt að stjórna dælusnúningi, opnir skilveggir milli skápa, ný gerð af reykköfunarstólum með kónískri festingu fyrir kúta, nato tengi til neyðarstarts, lofttengi af kerfi fyrir loftpúða, hátalari með míkrafóni í dælurými, 6 tonna rafmagnsspil að framan, kúlutengi að aftan fyrir "kerrurnar"og dæluinntök fyrir utan dæluskáp (líka í bifreiðunum á Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði).

Við erum búnir að setja inn á heimasíðuna allar upplýsingar um bifreiðina.

Þetta er tíunda bifreiðin frá Wawrzaszek á Íslandi. Til hamingju Borgarbyggð.


ISS TLF4000/200 á Renault 4x4 450 hestafla undirvagni