Um þessar mundir erum við að afgreiða brunadælu og úðabyssu (monitor) til Reykjavíkurhafnar.
|
Eftir verðkönnun á búnaði til slökkvibúnaði fyrir Reykjavíkurhöfn, gekk höfnin til samninga við okkur
um þetta verkefni. Gerð var krafa um að búnaðinn átti að vera hægt að nota bæði á sjó og landi, sambyggðan froðublandara
og búnað til blöndunar á olíuuppleysiefnum, dælu afköst 2000 ltr/min og dieseldrifna dælu |
|
Þetta leystum við í samvinnu við HaleEurope en þeir sérsmíðuðu dælu fyrir þetta verkefni. Dælan er
í ramma með festingum sem passa í mótfestingar um borð í bátum hafnarinnar, þannig að hægt er að nota dæluna bæði
á sjó og í landi. Úðabyssan er standard gerð af Unifire Gigant samskonar og Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins á og kom að
góðum notum í Ísfélagsbrunanum. Festingar fyrir úðabyssu verða settar á stefni hafnsögubátanna. |
|
Dælan er af gerðinni Hale-Godiva GD2600 dælan afkastar 2000 ltr. við 8 bar og 3 mtr. soghæð. Dæluhlutar úr bronzi
(sérstaklega fyrir sjódælingu). Dælan er knúin af 4 cyl. vatnskældri Ford diesel vél. "Around pump" froðukerfi 0 – 10% blöndun er á
dælunni, en þessi búnaður nýtist einnig til dreifingar á olíuhreinsiefnum. |
Unifire Gigant úðastútar. Þessi stútur er allur úr rústfríu stáli mjög einfaldur. Stúturinn er
í 3 pörtum þ.e. fótstykki, úðastútur buna eða úði og froðutrekt. Vatnsmagn er faststillt í 2000 ltr. miðað við 7 bar
þrýsting. Kastlengd er 50 mtr.
Við óskum Reykjavíkurhöfn til hamingju með búnaðinn