Brunavarnir Suðurnesja afhent Holmatro björgunartæki

Í þessari viku fengu Brunavarnir Suðurnesja afhent Holmatro björgunartæki af 3000+ gerðinni í Rosenbauer björgunarbifreið þá sem þeir fengu fyrr á árinu. Holmatro 3000+ gerðirnar eru mun öflugri og léttari en fyrri gerðir.

Eins og aðrir sem velja sér Holmatro björgunartæki völdu þeir sér mjög fullkomið og öflugt sett sem samanstendur af DPU62P25DUO vökvadælu með rafstarti í ramma og á sleða með tveimur slönguhjólum og eina TPU15+ vökvadælu, BVL 10 m. háþrýstislöngu, SP3040+ glennu, keðjum og krókum, CU3030+ klippum og tjakk TR3350+ ásamt HRS stilliklossa, OCTOPUS loftpúðavörn og HMC8U Pedalaklippum.

DPU62P25DUO vökvadælan er tveggja þrepa eins og hin dælan en afkastar tveimur tækjum samtímis.

Það þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þess að björgunartæki séu til á sem flestum stöðum því umferð á vegum hefur aukist stórlega svo og umferðahraði og því miður hefur slysum fjölgað í takt við aukna umferð. Skoða Holmatro björgunartæki

Við óskum Suðurnesjamönnum til hamingju með Holmatro björgunartækin