Brunavarnir Suðurnesja hafa gert samning um kaup á 12 settum af Scott reykköfunartækjum ásamt auka
léttkútum af gerðunum Scott Air Pack Fifty EBSS og Quick-Connect sem eru tæki með AV 2000 maska loftslöngu með hraðtengi frá
lunga í þrýstijafnara og svo er EBSS gerðin með auka loftslöngu.
Til hamingju Brunavarnir Suðurnesja.
Þessi gerð sem fyrir valinu varð er sú gerð sem Slökkvilið Keflavíkurvallar fékk nýverið og einnig
Slökkvilið Akureyrar en þessir aðilar hafa haft Scott reykköfunartæki svo lengi sem elstu menn muna og jafnvel lengra.
Þá eru komnir þrír alvöru notendur á Scott reykköfunartækjum en sjö önnur lið
og aðilar hafa einnig Scott tæki en það eru ekki einu tækin sem þeir nota.
Til að þjóna viðskiptavinum okkar betur erum við komnir í samband við svo kallað Scott Express kerfi
þar sem möguleikar eru á að afgreiða varahluti á mun skemmri tíma en áður. Afgreiðslutími á nýjum tækjum er mun
styttri en áður og verð betra. Í dag býður Scott efalítið bestu og fjölbreyttustu fjarskipti sem völ er
á.
Við erum með myndbandsspólur og bækur þar sem kennd er meðferð, viðhald og þjónusta á tækjunum en
Scott er eini framleiðandinn sem við vitum um sem ekki gerir kröfur um að skipta út hlutum út á ákveðnum fresti heldur
aðeins þegar þörf er á.
Þess er gætt að allir staðlar og kröfur séu uppfylltar og við breytingar á þeim er komið fram með
möguleika til að breyta eldri tækjum svo þau uppfylli nýja staðla og kröfur.
Átta ára ábyrgð er á tækjunum og fimmtán ára ábyrgð á þrýstijafnara sem í
eru tvö sjálfstæð loftkerfi.
Við erum með forrit þar sem við getum útbúið tækin eftir óskum viðskiptavinarins og nýtist þetta
forrit okkur einnig sem pantanaforrit.
Sláist í hópinn með þessum liðum og fáið ykkur fullkomnustu og bestu reykköfunartækin sem
völ er á.
Skoðið nánar upplýsingar um Scott reykköfunartæki hér á síðunni undir Reykköfunartæki. Eða
smellið HÉR.
Benedikt Einar Gunnarsson.