Búnaður í nýju SHS slökkvibifreiðina

Margs konar búnað frá okkur er verið að setja í nýju bifreiðina og má nefna eftirfarandi.

Brunaslöngur í stærðunum 42 mm. ,3” og 4” af Gurdsman (Armtex) gerð og verða þær í mismunandi litum til aðgreiningar frá slöngum annarra slökkvibifreiða. 42mm handlínan verður gul með DIN hraðtengjum. 3” með DIN tengjum verður blá eins og í lagnagámi til aðgreiningar frá 2 ½”. 4” er rauð eins og áður og verður sett í tvær skúffur í dælurými. Slöngubrýr úr gúmmíi.

Castek úðastútar 1 ½” með lengingu (stillanlegir fyrir 115-230-360-475 l/mín.) með DIN tengjum fyrir 42 mm. handlínuna. Úðabyssa (Monitor) af Castek 622-2 gerð á samfellanlegum fótum með sjálfvirkum 1.135-3.785 l/mín úðastút . Tvö 2 ½” inntök. Vegur um 25 kg. stillanlegur með hjóli upp og niður og til hliðanna. Total KR/SM4 sambyggður þung og millifroðu stútur sem skilar 400 l/mín og svo Total HL-Z4 froðublandari fyrir 400 l/mín.

Sogbarkar 4 ½” á þaki, sigti 4 ½” með loka, vírsigti, Greinistykki BB-CBC, Safnstykki BB-A, duftslökkivtæki, kolsýruslökkvitæki og léttvatnsslökkvitæki í mismunandi stærðum.

Mast brunndæla (rafmagnsdæla) 700 l/mín, Wimutec tveggja blaða rafmagnssög með 225mm. blaði, Ramfan EFC 120 Reykblásari (10.838 m2/klst.) með barka og upphenjustöng og krókum, Ramfan Yfirþrýstingsblásari GF164SE (19.810 m2/klst.) með Hondu mótor.

Ýmis annar búnaður eins  og Alco Krókstigi, Hooligan spennijárn, Storz tengi, lyklar, brunahanalyklar, festingar ofl.

Holmatro björgunar og klippibúnaður verður í bifreiðinni eins og öðrum bifreiðum SHS.