Hleðsla og framleiðsla á Anoliti heldur áfram

Í ágúst og það sem af er september höfum við hlaðið og framleitt Anolit úr \"gömlu dömunni\" við Reykjanesbraut fyrir verktaka sem er þar að störfum við byggingu vegarins til Reykjavíkur.  

Í ágúst og það sem af er september höfum við hlaðið og framleitt Anolit úr "gömlu dömunni" við Reykjanesbraut fyrir verktaka sem er þar að störfum við byggingu vegarins til Reykjavíkur.

Árangur hefur verið afbragðsgóður og með Anolit efninu hefur verið notað Nonel kveikjukerfið sem er einfalt í notkun en gefur mikinn fjölbreytileika í uppsetningu.Helgi sprengimaður


Eftir fjögur skipti þ.e. þar sem við höfum framleitt á staðnum Anolit og hlaðið í holur og miðað við þá aðferð sem áður var notuð í námunni þ.e. handhlaðið og sprengt með rafmagnshvellhettum er hreint út sagt frábær árangur.

Um 40% meira efni kemur frá malara á dag og mokstur efnis er mun léttari og auðveldari.

Í bígerð er nú að stækka bormunstur sem þýðir færri bormetra og verður fróðlegt að sjá útkomuna úr því.

Allt þetta sparar tíma, tæki og vélar. Hægt er að nýta þann mannskap sem var við hleðslu í önnur störf.

Helgi og aðstoðarmaður. Gamla daman í baksýn.
Hér á síðunni eru myndir af sprengimanni og aðstoðarmanni hans en þeir tveir voru þeir einu sem þurfti til verksins. Aðstoðarmanninn þurfti ekki fyrr en í lokin þegar forhlaðið var sett í holurnar.