Nokkuð hefur verið rætt um slökkvifroðu af gerðinni Class A undanfarið. Okkur hefur borist fróðleg grein eftir starfsmann TFT
(Task Force Tips) í Bandaríkjunum en greinin heitir ,,Allt sem þig langar að vita um Class A slökkvifroðu en hefur ekki vitað hvern ætti að spyrja
’’. Hér eru 12 spurningar og svör.
Hér eru spurningar eins og (1) hvort efnið sé það sama og notað hefur verið um áraraðir í skógar og
kjarreldum, (2) hvort efnið sé það sama og gamla Fire-Out, (3) hvort nota megi á eldfima vökva, (4) hvort nota megi reglulega með tilliti til umhverfis, (5) hvort
nota eigi við æfingar, (6) hvort nota eigi þar sem nægt er vatn við venjulega elda, (7) hvort sama blöndun sé eins og við blöndun léttvatns, (8)
hverjar eru blöndunaraðferðir, (9) hvort nota þurfi sérstaka úðastúta, (10) hvort það þurfi að hafa áhyggjur af ryði eða
skemmdum í tanki, dælu, stútum eða tengjum, (11) hvað þýða skammstafirnar CAFS og WEPS og (12) hver er ávinningurinn við notkun Class A
slökkvifroðu.
Í stuttu máli eru svörin þau (1) Efnið er ekki það sama heldur hefur það verið þróað úr
því efni sem notað hefur verið um árabil dreift úr þyrlum og af slökkviliðum í skógareldum. (2) Nei það er ekki sama
efnið og Fire-Out þó eiginleikar geti verið svipaðir við mismunandi blöndun. (3) Nei efnið nýtist ekki á eldfima
vökva. Þar á að nota léttvatn eða prótein byggðar slökkvifroður. Class A skilar góðum árangri á tré,
pappír, efni, gúmmí og plast. (4) Viðurkennt efni er vænt umhverfinu. (5) Já nota við æfingar til að kynna fyrir slökkviliðsmönnum
blöndunarmöguleika og dreifingu. (6) Efnið sparar vatn og bælir eld fyrr sérstaklega við aðstæður þar sem erfitt er að komast að. (7) Nei
blöndunin er önnur t.d. 0,1% til 1% en blöndun léttvatns er t.d. 1% til 6%. (8) Möguleikar á blöndun eru nokkrir eins og í tank en það hefur
óhagræði í för með sér eins og slit á dælu og óþrifnað, blandarar af hefðbundinni gerð sem ná undir 1%
blöndun og fyrir mikinn þrýsting og svo íblöndunaraðferð framleiðanda sérstaks búnaðar sérstaklega fyrir class A
slökkvifroðu. (9) Enga sérstaka stúta þarf en betri árangur næst með sérbyggðum stútum sem draga loft, sambyggða frðoðu og
þoku stúta. (10) Margar gerðir af class A slökkvifroðu er á markaðnum og nauðsynlegt að hún sé af viðurkenndri gerð.
Viðurkenndar gerðir hafa ekki eins mikil tæringaráhrif á stál, kopar og ál. Hinar hafa það. (11) Þessar skammstafanir skýra vinnsluna
þ.e. efninu þrýst eða sogið í vatnið og loftað. Raksápa er ágætur samanburður. (12) Margir eldar slökktir fyrr eins og í
gúmmíi, heyi, mosa ofl. Minni upphreinsun. Minni kostnaður.
Task Force Tips er framleiðandi úðastúta og úðabyssa sem taldar eru þær bestu í heimi. Mjög virtur
framleiðandi og býður mikið úrval. M.a. notenda hérlendis er slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, Sauðárkróki,
Bolungarvík og eflaust fleiri.
Frá TOTAL WALTHER höfum við í mörg ár flutt inn slökkvifroður og léttvatn af ýmsum
gerðum og velflest slökkvilið í landinu eru viðskiptamenn okkar. Frá TOTAL WALTHER getum við boðið Class A slökkvifroðu sem heitir
SILV-EX G. Hún er fáanleg í 25 l. og 200 l. tunnum. Verð pr. l. er aðeins hærra en á MB15 en það er sú
slökkvifroða sem flestir nota. Sú slökkvifroða þolir –15°C en Silv-Ex G –8°C. Þegar upp er staðir er Silv
Ex G mun ódýrari þar sem blöndun er m.a. aðeins 1/10 af hefðbundinni froðu. Hér er líka hluti skýringar á
umhverfisþættinum. Notkun er aðeins 1/10 til samanburðar við önnur slökkviefni. 90% efnisins brotnar niður í nátturinni.
Þó froðan sé umhverfisvæn er hún ekki hættulaus mönnum frekar en aðrar gerðir.