Coltri MCH16/ET STD Loftpressa til Slökkviliðs Snæfellsbæjar

Við afhentum nýlega til eins Slökkviliðs Snæfellsbæjar Coltri MCH16/ET loftpressu en þessi stærð og gerð hentar mjög mörgum slökkviliðum hérlendis.

Eins og fram kemur hér að neðan þá afkastar þessi pressa 265 lítrum á mínútu og fer í 330 bör. Til að einfalda alla vinnu við pressuna kemur með henni stjórnborð þar sem hægt er að ræsa og stöðva pressuna og eins er borðið búðið sjálfvirku stoppi.

Coltri stjórnborð

 Hér er mynd af stjórnborði. Einfalt og þægilegt en dælan er ekki eins og þær sem eru að einhverju eða öllu leyti lokaðar í húsi. Start, stopp, sjálfvirkt stopp og klst mælir. Hægt er að fá dæluna án borðsins en þá er ekki sjálfvirkt stopp sem er auðvitað mjög svo þægilegt og sjálfsagt að hafa.

Coltri áfyllingarpanill

Með pressunni kom áfyllingarpanill þar sem ætlunin er að hafa pressuna í öðru herbergi en þar sem áfyllingin fer fram.

Þessi útfærsla og gerð er á hagstæðu verði og við höfum látið fylgja með pressunum til viðbótar auka olíu og aukasíur fyrir fyrstu nauðsynlegu skipti.

MCH16/ET Standard 3ja þrepa loftpressa í opinni burðargrind, með tveimur úttökum, knúin af 3fasa rafmótor 5,5 Kw. Afköst 265 ltr/min 225 eða 300 bar. Snúningshraði 1550 sn/min hljóð 80,7db. Stærð HxBxD 63x86x50 Þyngd 109 kg.

 

......Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki......