Coltri Sub loftpressa til Slökkviliðs Fjarðabyggðar

Í dag sendum við frá okkur stærstu og öflugustu loftpressuna til hleðslu á reykköfunartækjum sem við höfum selt hérlendis. Gerðin heitir Coltri Sub MCH32/ET Compact. Til hamingju Fjarðabyggð.
Nánari lýsing á pressunni er að þetta er 3ja þrepa loftpressa í hljóðeinangruðum skáp með fjögur úttök, sjálfvirka síutæmingu sjálfvirkan útslátt við stilltan þrýsting, vinnustundamælir, yfirálags vörn á mótor og fjarstýringu ásamt start/stopp rofum.

Kæling er öflug og síun einnig.

Þessi loft hleðslustöð samanstendur af 2 sjálfstæðum loftpressum. Báðar vinna út á öll úttök og hægt að láta aðra eða báðar vinna samtímis.

Hleðslutími er mjög stuttur. Hún er knúin af 3ja fasa rafmótor 2 x 5,5 kW.

Afköst eru 2 x 260 ltr/mín 225 eða 300 bar. Snúningshraði 1550 sn/mín og hávaðamörk við 78db. Stærð H x B x D 133 x 89 x 85 sm.  Þyngd 306 kg.

Um leið erum við að afgreiða til útgerðarfyrirtækis á Austfjörðum minni pressu af gerðinni MCH6/EM en hún á að notast við hleðslu á lofthylkjum fyrir línubyssu og einnig til áfyllingar á reykköfunartæki.
MCH6/EM loftpressa


Nánari lýsing á þeirri pressu er að þetta er 4ra þrepa loftpressa í burðargrind með einu úttaki knúin af einfasa rafmótor 2,2 Kw.

Afköstin eru 80 ltr/mín 225 eða 300 bar. Snúningshraði 2240 sn/mín stærð H x B x D 36 x 65 x 38 sm.  Þyngd 39 kg.



Sú stóra á gólfinu hjá okkur.