Dreifibréf um Holmatro 4000 línuna, CORE slönguna og Peli LED ljós

Í næstu viku stefnum við á að senda til slökkviliða dreifibréf með upplýsingum um nýju 4000 björgunartækjalínuna frá Holmatro og Core tæknina þ.e. nýju slönguna. Ef þið eruð óþolinmóðir getið þið skoðað Holmatro síðuna á vefsíðu okkar og eins Core síðuna hjá Holmatro. Um leið munum við koma með upplýsingar um breytisett fyrir þau tæki sem þið eigið fyrir. Breytingin er einföld og við ítrekum að þeir sem eru með slöngur sem eru orðnar 10 ára eða eldri ættu að skoða þær vel og þrýstiprófa. Það varð því miður alvarlegt slys í þýskalandi þar sem brunavörður var að vinna með þýsk björgunartæki að slanga gaf sig og hann slasaðist alvarlega.

Eins ætlum við að senda út lítinn bækling sem sýnir úrval Peli ljósa ssem hentar slökkviliðum og björgunarsveitum. Við eigum stærri og vandaðri bækling sem við munum senda til þeirra sem vilja frekari upplýsingar. Við munum í því dreifibréfi koma inn á nýjungar í Led ljósum.