Eftirlit og þjónusta á Holmatro búnaði


Nú í síðustu viku fóru Benedikt Harðarson og Kjartan Blöndahl á endurmenntunarnámskeið í þjónustu á Holmatro búnaði. Um leið var gefin út skírteini og vottorð á viðurkenndri Holmatro þjónustu á Íslandi.

http://www.holmatro.com/en/

Þeir starfa báðir hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins (SHS) hafa sótt námskeið á vegum Holmatro nokkrum sinnum sem vottar þá sem fullgilda eftirlits- og þjónustuaðila Holmatro tækja.

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga þessa góðu samvinnu við SHS og Holmatro fyrir eftirlit og þjónustu á Holmatro búnaði. Eins sérstaklega mikilivægt að hafa viðurkenndan prófunarbúnað ásamt ymsum öðrum fylgibúnaði sem þörf er á.  SHS hefur prjónað við búnaðinn hugbúnað þar sem hægt er að skrá mjög nákvæmlega alla umsjón með þeim tækjum sem skoðuð eru.

Hjá Holmatro

Þessa þjónustu geta öll slökkvilið með Holmatro búnað nýtt sér og ef þið hafið áhuga á henni hafið þá endilega samband við okkur - s. 568 4800 - oger@oger.is