Ein vindbyssa eftir á lager

Fyrir nokkru kynntum við ýmsan búnað í kjarr og skógarelda sem fékk ágætar viðtökur m.a. vindbyssur en í bók Brunamálaskólans um gróðurelda má lesa um notkun þessa búnaðar.
Á blaðsíðu 69 í Gróðureldar 2009 gefið út af Brunamálaskólanum kemur eftirfarandi fram í kaflanum Lausir blásarar. 

Lausir blásarar

Í Kína notar slökkviliðin iðulega lausa blásara við slökkvistörf gróðurelda og hafa gert síðan á 7. áratug seinustu aldar. Slökkviliðið ræðst á eldinn með því að blása burt hita og eldi í átt að brunnu svæði og slökkva á þann hátt eldinn. Aðferðin er hentug við minni gróðurelda, sem eru í eldsmat jarðlagsins. Aðferðin er ekki heppileg við jarðvegsbruna og trjákrónuelda.

 Hér er hlekkur á vef Mannvirkjastofnunar á áðurnefnda bók Gróðureldar 2009

Við eigum ýmsan annan búnað til að eiga við skóg og kjarrelda eins og litlar dælur, rafstöðvar, keðjusagir, sinuklöppur, nornakústa, axir, hrífur ofl. ofl.

 


Brunadæla af gerðinni JBQ 4.8/8.8 (GX390K).
Vnr. 374330

Létt eða um 55 kg. Loftkæld, fjögurra strokka 13 hestafla vél (3.600 sn/mín). Magnettu kveikja, handstart og rafstart. Rafgeymir fylgir. Eldsneytisgeymir tekur 1,1 l. og eyðsla  0,3 l. á klst.

Afköst 584 l/mín. Hámarksþrýstingur 5,5 bör. Hámarkssoghæð 7m. Uppsog 7 sek úr 7 m. hæð.

Úttak 65mm og inntak einnig af sömu stærð.
Stærð 480 x 600 x 500mm. Inntak er með B75 tengi en úttak með C52 tengi.




Rafstöð af gerðinni SPG2700.
Vnr. 374335

Vélargerð SPE175. Vél 5,5 hestöfl. Afköst 2 kW/50Hz.en hámarksafköst 2,2 kW Handstart, eins fasa. Tvær innstungur. 12V 8,3 A tenging.  Stærð eldsneytistanks 12 l. Þyngd 41,5 kg. Stærð 516 x 416 x 425mm.



 
 
Vindbyssa 6MF-30.
Vnr. 374345

Þessi búnaður er nýjung hérlendis að við teljum.  Búnaður til að blása á eld :)

Vélarstærð er 6 hestöfl og handstart. Þyngdin er 9,5 kg, Stærð 1040 x 310 x 410mm. Afköst er vindur eða blástur á hraða 30m/sek í 2,5 m. fjarlægð.




Keðjusög YD-65 (6200)
Vnr. 374340

Tveggja strokka vél, loftkæld. Vélarstærð 62 cc. 3,2 kW. Hámarkssnúningur 12000 sn/mín. Eldsneytistankur 670 ml.

Þyngd 7,5 kg. Stærð 915 x 240 x 300mm með blaði.



 

ÝMIS ANNAR BÚNAÐUR Í SKÓG OG KJARRELDA.


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....