Eldvarnir vegna liþíum rafhlaðna

Rafhlaupahjól eru nýjasta viðbót nútíma heimilistækja. Rafhlaupahjól innihalda endurhlaðanlegar liþíum rafhlöður eins og t.d. snjallsímar og spjaldtölvur. Slíkar rafhlöður eru afar hentugar enda eru þær léttar og geta geymt mikla orku. Mikilvægt er að huga að eldvörnum í kringum liþíum rafhlöður enda eru þær viðkvæmar fyrir miklum hita eða kulda og höggum. Ef að það kviknar í liþíum rafhlöðu getur hún sprungið og-eða gefið frá sér eitraðar lofttegundir. Lesa má meira um það á vef Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar: Bruni í liþíum rafhlöðum | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hms.is) . 

Hjá Eldvarnamiðstöðinni færðu slökkvitæki með sérstöku slökkviefni sem slekkur elda í lithium rafhlöðum. Lesa má um þau hér: https://www.oger.is/is/eldvarnir/slokkvitaeki/slokkvitaeki-a-rafhloduelda 

 Smelltu á myndirnar til að skoða slökkvitækin í vefverslun.

 

Lithex 2l litíumslökkvitæki Lithex 6l litíumslökkvitæki