Endurseljendur - Verðhækkun

Við erum að ljúka gerð verðlista fyrir endurseljendur. Við höfum hækkað verð lítillega en eins og öllum endurseljendum er kunnugt um höfum við ekki hækkað verð síðan í maí 2001. Þá var gengi erlendra gjaldmiðla mjög svipað og það er í dag. Við höfum á þessu tímabili tekið á okkur allar erlendar verðbreytingar og þá verulegu hækkun erlendra gjaldmiðla sem var fram á mitt síðasta ár en hefur síðan þá farið lækkandi og er komið til samræmis og þá var. Á þessum tíma hafa orðið hækkanir á flutningskostnaði, launahækkanir og svo aðrar innlendar kostnaðarhækkanir að ógleymdu eldneytisgjaldi eða olíugjaldi sem farmflytjendur innheimta.

Verðlistar verða póstlagðir í byrjun næstu viku en verðbreytingar hafa þegar tekið gildi.