Fireco mastur á stjórnstöðvarbíl Landsbjargar

Við fengum það verkefni að útvega mastur á nýjan fjarskipta- og stjórnstöðvarbíl Landsbjargar sem félagar í svæðisstjórn björgunarsveita á höfðuborgarsvæðinu eru að útbúa.




Mastrið ásamt stjórnbúnaði, fáum við frá Fireco, en flest möstur slökkvibifreiða hér á landi eru frá þeim. Mastrið mun halda uppi myndavél og svo Tetra fjarskiptaloftnetum.

Mastrið er af gerðinni Zero, 63mm í þvermál þrískipt og getur farið upp í allt að 5m. hæð, en í þessu verkefni þarf það ekki. Kaplar og vírar verða innan í mastrinu og er það handsnúið. Mastrið verður staðsett milli húss og ökumanshúss og þannig fyrirkomið að myndavél fer niður fyrir vindhlíf.

Með mastrinu, sem mun nýta loft bílsins er stýribúnaður með þrýstijafnara til að stýra því upp og niður en handsnúið til hliðanna.





Þau möstur sem eru algengust hér eru af gerðinni Ultralight eru þrískipt 77mm í þvermál og bera um 25 kg. Útdregin eru þau um 2.75 m.


Mynd af væntanlegu útliti bifreiðar.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....