Fireco slökkvibúnaður á pallbifreið

Við vorum að afgreiða frá okkur til góðs viðskiptavinar úti á landi Fireco háþrýstan slökkvibúnað á pallbifreið.

Vatnstankurinn tekur 550 l og er innbyggður 50 l. froðutankur samtals 600 l. Háþrýstibúnaðurinn er drifinn af Briggs og Stratton vél 14 hestafla og afkastar slökkvibúnaðurinn 42 l/mín. við 100 bara þrýsting. 50 m. slöngukefli er á grindinni með úðastút.

Slangan er 3/8" Tankurinn er af svo kallaðri C gerð en hægt er að fá tankana mismunandi í laginu svo þeir passi inn í bifreiðar eða á palla t.d. milli hjólskála. Vatns og froðuhæðarmælar eru á tanknum. Áfylling einföld og aftöppun einnig.

Hægt er að fá aðrar útfærslur af slökkvibúnaðnum og má lesa um það hér.

 

Fireco háþrýstur slökkvibúnaður Fireco háþrýstur slökkvibúnaður

 

Á pallbifreiðina fer einnig Fireco ljósamastur Super Entry sem er 4ra metra hátt (1,266 m. samandregið) og er það handpumpað. Mastrið er í 5 einingum. Ljóskastarar eru 2 x 1000W. 230V/50Hz.

Á pallbifreiðina fer líka Dirks brunastigi tvískiptur 5,25 m. langur en aðeins 3 m. langur samandreginn. Twinsaw rafdrifin tveggja blaða björgunarsög. Mast brunndæla með tveimur 10 m. slöngum. Force björguanratgeir og sinuklöppu.

Þessu til viðbótar verður svo sett rafstöð í bifreiðina.

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.