Við bjóðum frá Fireco á Ítalíu slökkvibúnað þ.e. vatnstanka, froðubúnað, slöngukefli og stúta til að koma fyrir í bifreiðum hvort sem er inni í bifreiðum eða á pallbifreiðar.
Fireco á Ítalíu framleiðir ýmsan búnað í slökkvibifreiðar eins og ljósamöstur, rennihurðir og háþrýstan slökkvibúnað sem samanstendur af dælu með vél, slöngukefli, úðastút, vatns og froðutanki á þar til gerðum palli tilbúinn til innsetningar á pallbíla eða inn í yfirbyggðar bifreiðar. Einfaldur viðhaldslítill búnaður. Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is
Að líkindum eru flestar slökkvibifreiðar hérlendis með ljósamastur af Fireco gerð.
Hér fyrir neðan má lesa um hinar ýmsu gerðir slökkvibúnaðar en til að gefa hugmynd að verði þá er hér lýsing á einni gerð sem við teljum að henti mörgum. Það er nánast hægt að skraddarasauma slökkvibúnaðinn að þeim kröfum sem gerðar eru til hans og eftir því í hvaða bifreið hann á að fara. Hér er heimasíðan um Fireco búnaðinn.
Vél: Briggs og Stratton bensíndrifin loftkæld 14 hestöfl og með rafstarti. Bensíntankur.
Rafgeymir: 12V/14Ah.
Brunadæla: Háþrýst dæla sem skilar 42 l/mín við 100 bara þrýsting.
Vatnstankur: Úr trefjaplasti 1000 l.
Froðutankur: 100 l.
Slöngukefli: Sveif til að draga inn slöngu og læsing á kefli. 50 m. af R1 vírstyrktri slöngu 10x17mm.
Froðukerfi: FHP sérhannað hjá Fireco. Óaðfinnanleg dreifing froðu um allt að 200 m. slöngu hvort sem það er þung eða millifroða.
Rammi: Stálrammi sem er sérstaklega meðhöndlaður fyrir málun.
Teikning: Teikning af þessari gerð búnaðar
Verðlistaverð kr. 1.688.000 .- án VSK.
Ef frekari upplýsinga er óskað sendið fyrrispurn á oger@oger.is með upplýsingum um á hvers konar bifreið á að setja búnaðinn, dælugetu ?, vatnstanksstærð ?, froðukerfi ?
Háþrýstur slökkvibúnaður
Fyrirtækið Fireco hefur um áratuga skeið verið framalega í hönnun og þróun á háþrýstum sambyggðum slökkvibúnaði þar sem notaðar eru stimpil og membram dælur. Vegna þekkingaröflunar og með stöðugum rannsóknum og í samkeppni tekst Fireco að bjóða 120 mismunandi gerðir af slíkum slökkvibúnaði til að uppfylla óskir viðskiptavina sinna. Árlega eru framleiddar um 800 einingar af slíkum slökkvibúnaði fyrir viðskiptavini og stöðugt er unnið með aðilum um allan heim að frekari þróun búnaðarins í samræmi við óskir viðskiptavina.
Þessi vinna setur Fireco í fremstu röð á markaðinum. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að líkja eftir framleiðslu og hönnun Fireco en það hefur ekki enn tekist. Það er erfitt að líkja eftir margra ára reynslu, framleiðslu, gæðum og nýjungum sem komið hafa Fireco í fremstu röð.
Bylting varð 1997 í framleiðslu á vatnstönkum fyrir háþrýstislökkvibúnaðinn þegar starfsmenn Fireco tóku á vandamálum á hönnun tanka þeirra tíma. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að eftirfarandi skyldi haft í huga:
- ÞYNGD: Fireco einingar með PRFV tönkum eru 50% létttari en þær sem gerðar eru úr öðrum efnum (ryðfríu stáli) og opnast þá sá möguleiki að vera með stærri tank með meira vatnsmagni eða meira af búnaði án þess að fara fram úr leyfðri heildarþyngd bifreiðar.
- STYRKLEIKI: Samsetning trefjaplasts og þar til gerðra styrkingarefna gera tankinn mun sterkari í samnburði við önnur tankbyggingarefni og því til viðbótar eru viðgerðir mun auðveldari (sömu efni eru notuð í kappaksturbíla, kappsiglingabáta og flugvélar).
- BÚNAÐUR/VERÐ: Framleiðslukostnaður PRFV tanka er lægri og hefur því jákvæð áhrif á endanlegt verð á slökkvibúnaðinum.
- EITT BYGGINGAREFNI Í TANKINUM
- SJÁLFSLÖKKVANDI TANKAR
|
Stærðir frá 100l. til 2500l., kassalagaðir, L, T eða ATV lagaðir. Ýmsar gerðir af dælum með bensín eða díeseldrifnum vélum og ýmsum búnaði.
|
|
PRFV TANKAR STYRKTIR MEÐ KEVLAR-KOLTREFJUM
Til í stærðnunum 350, 400, 500 and 600l., L lagaðir. Ýmsar gerðir af dælum með bensín eða díeseldrifnum vélum og ýmsum búnaði.
|
|
RYÐFRÍIR STÁLTANKAR
Til í stærðunum frá 350l. to 1000l., kassalagaðir, L, T lagaðir. Ýmsar gerðir af dælum með bensín eða díeseldrifnum vélum og ýmsum búnaði.
|
Háþrýstu dælurnar er hægt að fá með eða án tanks. Afköstin eru mismunandi 50, 70, 80 og 100 L/mín. við 40 og 50 bar 135 L/mín. við 20 bar - 42 L/mín. við 100 og 150 bar með bensíndrifnum vélum 9, 13 og 18 hestöfl og díesel drifnum vélum 10, 11, 12, 15 og 19 hestöfl. Slöngukeflin eru með háþrýstislöngum í mismunandi lengdum og háþrýstistút. Venjuleg lengd 50 m.
Þetta nýja froðukerfi leyfir blöndun froðu og léttvatns í hlutföllunum 0.1 til 6%, óháð afköstum. Froðukerfið vinnur fullkomlega í mismunandi löngum slöngum allt að 200 m. Í nýja froðukerfinu blandast froðan í dælunni sem kemur í veg fyrir að blöndunin verði fyrir áhrifum mismunandi þrýstings í kerfinu.