FirePro slökkvibúnaðurinn er kominn.

FirePro slökkvibúnaðurinn er m.a. í sjónvarpstæki og margs konar önnur tæki og rými.

Í síðustu viku var undirritaður samningur milli Ólafs Gíslasonar & Co hf. og Plahn Systems um sölu og dreifingu á slökkvibúnaði hérlendis. Starfsmenn hafa setið námskeið þar sem m.a. var kennd upp- og ísetning slíks búnaðar. Eins útreikningar en í þeim útreikningum er komist að því hvaða stærð eða gerð af búnaði skal nota við mismunandi aðstæður eða í mismunandi tæki. Við þetta er m.a. notað sérstakt reiknilíkan.

 Fulltrúar frá Plahn Systems voru hér í þrjá daga og að þeim loknum voru starfsmönnum þeim er setið höfðu námskeiðið færð viðurkenningarskjöl til staðfestingar á kunnáttu þeirra. Allir útskrifuðust með láði.



Hér á myndinni má sjá starfsmenn Ólafs Gíslasonar & Co hf. ásamt fulltrúm Plahn Systems þeim Ulrik Bjelbæk sölustjóra og Christian Larsen tæknistjóra. Talið frá vinstri Ágúst, Birgir, Ulrik, Christian, Benedikt og Benjamín.

búnaðurinn hefur hlotið viðurkenningar ýmissa aðila og stofnana og eins hlotið margvísleg verðlaun. Má þar nefna Sjöfartsstyrelsen (dönsku siglingastofnunina) og DBI (Dansk Brand og Sikringsteknisk Institut), Kiwa og hlotið Hiswa verðlaunin núna árið 2002.

Margir segja að hér sé kominn slökkvibúnaður framtíðarinnar en hann byggist á úðaefnum í lokuðum umbúðum með mismunandi ræsibúnaði. Einfaldur og öruggur.

Eins og áður er getið eru nokkrar gerðir komnar á lager en það eru helstu gerðir í m.a. sjónvörp, tölvur, skjái, myndbandstæki, hljómflutningstæki, rafmagstöflur, stýritöflur, þvottavélar, þurrkara, bifreiðar ofl.

Stærri búnaðurinn er fáanlegur með skömmum fyrirvara en væntanlega munum við taka einstaka stærðir og vera með á lager. Þegar og ef fyrsti búnaðurinn af stærri gerðinni verður seldur verður hann settur upp í umsjón fulltrúa frá Plahn Systems. Plahn Systems leggur mikla áherslu á kunnáttu þeirra sem sjá um sölu og uppsetningu eins og sjá má á ofangreindu.

Reykjavík 5. desember 2002

Benedikt Einar Gunnarsson.