Fleiri Panther slökkvibifreiðar á Oslóarflugvöll

Eins og við sögðum frá í nóvember síðastliðnum þá kom ný Panther slökkvibifreið á Gardemoen flugvöllinn við Osló. Rosenbauer Panther af gerðinni CA5 6x6.

Nú hafa þeir ákveðið að fá aðra seinna á þessu ári af þessari sömu gerð. Frændþjóðir okkar hafa kolfallið fyrir Panther flugvallaslökkvibifreiðum.

Hér fer á eftir lýsing á bifreiðinni úr fyrri frétt okkar.


Bifreiðin er ein sú allra fullkomnasta og kemur frá Egenes Brannteknikk AS í Flekkefjörð en þaðan hafa komið all nokkrar slökkvibifreiðar hingað til lands.

Bifreiðin er útbúin með slökkvibúnaði og kerfi frá Rosenbauer, öflug brunadæla, sjálfvirkt froðukerfi, rafstýrðum úða og froðubyssum á þaki og að framan. CAFS slökkvikerfi og  Xenon ljósamastri.


Bifreiðin er að öllu leyti byggð af Rosenbauer þ.e. grind og yfirbygging og búin Rosenbauer rafstýrðu CAN-bus rafkerfi sem stýrir öllum búnaði og gerir alla umsjón og eftirlit með bifreiðinni auðvelda.

Ökumaður situr fyrir miðju en auk hans er pláss fyrir þrjá aðra í ökumannshúsi.

Hér er frekari lýsing á bifreiðinni:

Gerð: Rosenbauer Panther 6x6 CA5
Undirvagn: Rosenbauer Motors 36.705 4x4, 705 hö Caterpillar vél, Twin Disc sjálfskipting
Hröðun: 0-80 km/klst á 27 sek
Hámarkshraði: ca. 115 km/klst
Ökumannshús: Rosenbauer öryggishús (ECE R29) fyrir ökumann + 3 aðra, 3 reykkafarastólar
Yfirbygging: Rosenbauer einingakerfi
Vatnstankur: Trefjaplast 12 500 lítra
Froðutankur: Trefjaplast 1 500 lítra
Brunadæla: Rosenbauer R600, 6000 l/mín við 10 bar, miðskips, drifin af Twin Disc skiptu aflúttaki
Froðukerfi: Rosenbauer Foamatic RVMA 500 og Rosenbauer Flash CAFS
Úðabyssur: Rosenbauer RM60E rafstýrð á þaki ökumannshúss og Rosenbauer RM15E rafstýrð framan á bifreiðinni
Hitamyndavél: FLIR myndavél á þaki með LCD skjá á mælaborði til að auðvelda akstur í þoku