Formleg afhending á slökkvibifreið

Á föstudag fór fram formleg afhending á slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Langanesbyggðar og Flugstoðir á Þórshöfn.
Fyrr um daginn hafði brunamálastjóri dr. Björn Karlsson undirritað brunavarnaráætlun ásamt sveitarstjóra Birni Ingimarssyni og Ragnari Skúlasyni oddvita Svalbarðshrepps.  Að lokinni skiptust þeir á gjöfum. Brunamálastjóri afhenti sveitarstjóra Langanesbyggðar forláta penna merktan Brunamálastjórn en með úreltu símanúmeri og hlaut í staðinn gjöf frá Langanesbyggð í formi handklæðis með úreltum sveitarfélagsmerkjum sveitarfélaganna sem sameinuðust í Langanesbyggð vorið 2006. Sjá frétt af heimasíðu Langanesbyggðar.

Lesa má um viðburðinn á heimasíðu Brunamálastofnunar. Frétt er einnig um atburðinn í Morgunblaðinu í dag á blaðsíðu 19.

Við færðum slökkvistjóra Ólafi Stefánssyni og slökkviliðinu blóm af tilefninu.

Móttökur voru hlýjar og notalegar. Okkur var boðið í glæsilegan málsverð á veitingastaðnum Eyrinni og eins var ekið um bæinn og var að eftirtektarvert fyrir okkur höfuðstaðarbúa hversu mikið og fjölbreytt mannlífið var. Alls staðar fólk.

Slökkvistöðin var glæsileg en verið er að vinna að frekari umbótum. Komin var góð aðstaða fyrir slökkviliðmenn, baðaðstaða og fatageymsla. Uppi var verið að innrétta sal og skrifstofu.

Mikið og gott starf hefur verið unnið við að koma búnaði í bifreiðina og höfum við átt einstaklega gott og þægilegt samstarf við Ólaf slökkviliðsstjóra við frágang bifreiðarinnar.

Hér eru myndir frá afhendingunni.

Hópurinn við móttökuna

Við höfum svo fengið það hlutverk að taka Unimoginn og munum sjá til þess að á hann verið sett fjarstýrð úðabyssa ásamt nauðsynlegum tenginum og búnaði. Við sýnum myndir af honum síðar. Eins eigum við fleiri myndir af fyrirkomulagi búnaðar í nýju bifreiðinni og vonumst til að setja þær inn fljótlega.

Hér eru upplýsingar um bifreiðina.



Hjartanlega til hamingju Langanesbyggð.