Í gær fór fram á Ísafirði formleg afhending slökkvibifreiðarinnar sem þeir fengu fyrir um viku síðan. Sjá frétt á bb.is - vestfirskar fréttir.
Bæjarstjórinn Halldór Halldórsson tók við bifreiðinni ásamt björgunartækjum af Holmatro gerð og
sagði m.a. að "að slökkibíllinn og björgunargræjur sem við keyptum með honum yrðu mikið notaðar á æfingum en ekki í
raunveruleikanum. Það er auðvitað best ef svo er þó kannski sé það fullmikil óskhyggja. Með þessum glæsilega bíl og
nýjum klippum og fleiri tækjum til nota við að ná fólki úr bílum eftir slys erum við að styrkja slökkviðið okkar enn
frekar".
Mikill fjöldi gesta var samankominn og voru gestir almennt ánægðir með nýju slökkvibifreiðina.
Það er alltaf gaman að koma á stöðina á Ísafirði. Þar er góður andi og augsjánlega eru slökkviliðsmenn þar
mjög áhugasamir um allt er við kemur slökkviliðinu þeirra.
Hér er flotinn fyrir utan stöðina.
|
Hér heldur bæjarstjórinn
tölu. Nýju Holmatro tækin á gólfinu.
|
Hér er slökkvistjórinn að ljúka sinni tölu og bjóða gestum að njóta
veitinga.
|
|
Bifreiðin var svo tekin út fyrir og bæjarstjórinn fór einn hring. Það kom í ljós að
sitjandi meirihluti er allur með meiraprófið.
|
|
Svo var byrjað að prófa.
|
Froðublöndun á
háþrýsting.
|
Fyrr en varði komið fullt af
froðu.
|
Hér er verið að
skola.
|
Við bendum ykkur á að skoða undir flipanum slökkvibifreiðar frekari upplýsingar yfir Þessar bifreiðar sem nú eru komnar til landsins en
það eru bifreiðar fyrir Ísafjarðabæ, Skagafjörð og Fjarðabyggð en þar getið þið séð teikningar m.a. af
innréttingum.
|