Forsíða tímaritsins Utrykning Nr. 4 2005

Í nýjasta tímariti Utrykning Nr. 4 2005 er ISS Renault Mascot frá Wawrzaszek í Póllandi á forsíðu. Í nóvember í fyrra birtist grein um þessar bifreiðar sem voru þá á sýningu í Svíþjóð (sjá frétt). Við kynntum þessar bifreiðar í lok september síðastliðnum (sjá kynningu).
Bifreiðin er búin 156 hestafla vél og vegur um 6500 kg. tilbúin í útkall. Yfirbyggingin er úr trefjaplasti svo kölluðu ,, sandwichlaminated´´ plasti.Vatnstankur tekur um 1.000 l. og froðutankur er 100 l. Dælan er sænsk af Ruberg gerð R12 sem gefur um 1.200 l/mín og hefur soginntak frá opnu sem Svíar eru ekki vanir nú í seinni tíð. Fullkominn stjórnbúnaður. Gott skáparými og  slöngukefli. Hleri er á bakhlið sem opnast upp og er það nánast öll bakhliðin sem opnast og gefur gott skjól fyrir ofankomu. Ljósamastur er á bifreiðinni 2 x 1000W. Áhafnarhús er fyrir 5 manns. Þetta er semsagt lítil BAS bifreið.

Nú er slík bifreið komin til björgunarliðsins í Donsö við Gautaborg og hafa þó nokkur björgunar og slökkvilið sýnt áhuga á slíkum bifreiðum. Verðið er mjög hagstætt.

Scan10009.JPG (2867595 bytes)
Forsíðan

Scan10010.JPG (1972184 bytes)
Myndir og grein

Scan10011.JPG (1949818 bytes)
Myndir og grein

Í sama tímariti er grein um Finnarna á Rauða hananum en á þeim síðum er m.a. mynd og upplýsingar um nýja körfubifreið SHS sem komin er til þeirra. Eins er á annari síðu mjög svo skemmtileg körfu og slökkvibifreið byggð af Wawrzaszek í samvinnu við Bronto. Frá þessari bifreið sögðum við í grein um Rauða hanann og Wawrzaszek (sjá hér).

Scan10012.JPG (1989612 bytes)
SHS Körfubifreiðin

Scan10015.JPG (1958195 bytes)
ISS Wawraszek körfu og slökkvibifreið