Við framleiðum nú Anolit í stórsekki þ.e. 800 kg. viðurkennda stórsekki hér á Reykjavíkursvæðinu.
Við framleiðum nú Anolit í stórsekki þ.e. 800 kg. viðurkennda stórsekki hér á Reykjavíkursvæðinu.
Við höfum um árabil framleitt á Austurlandi í sekki eins og beint í holur en ekki fyrr hér á höfuðborgarsvæðinu. Eftirspurnin er fyrir hendi svo við því verðum við að sjálfsögðu.
Sekkirnir eru endurnotanlegir svo við erum að stuðla að umhverfisvænum aðferðum að því leytinu. Fyrirkomulagið er þannig að sá sem við framleiðum fyrir geymir sekkina fyrir frekari framleiðslu.
Svo það sé öllum ljóst þá er skilagjald á sekkjunum í þeim tilgangi að gætt sé sekkjana. Þeir eru ekki ódýrir m.a. vegna þess að þeir eru viðurkenndir til geymslu á sprengiefnum. Að reglum skal farið.
Nú dimmir óðum og við viljum vekja athygli ykkar á ennisljósum sem við seljum talsvert af til verktaka og byggingaraðila á góðu verði. Eins vekjum við athygli ykkar á dótturfyrirtæki okkar Rafborg ehf. sem er einnig hér í Sundaborginni en þar má fá meira úrval af ljósum og rafhlöðum af öllum stærðum og gerðum.
Hér er líka eintak af Fjellsprengern sem kom út í apríl síðastliðnum með margar fróðlegar greinar.
Við erum að vinna að innsetningu á upplýsingum á þeim gerðum sprengiefna sem við erum með en það gengur hægt og þó. Upplýsingar um sprengiefni eru komnar hér vinstra megin inn á síðuna og koma í ljós ef klikkað er á sprengiefni. Fyrir helgi verða komnar inn upplýsingar um hvellhettur og fljótlega um fylgihluti. Eins munum við setja inn upplýsingar um geymslugáma.