Fréttatilkynningar frá Trellchem-Trelleborg

Okkur hafa borist þrjár fréttatilkynningar frá birgja okkar Trelleborg Protective Products Sú fyrsta um loftloka á eiturefnabúninga. Önnur um  Viking HDS köfunarbúninga-eiturefnabúninga og sú þriðja  um Splash efnabúninga.





Trellchem hefur sett á markað nýja gerð af loftloka eða öndunarloka á eiturefnabúningum svonefndan TRELLCHEM AV-VALVE MARK II en hægt er að stilla hann á mismunandi loftflæði 2, 30 eða 100 l/mín. Lesið frekar um hann hér.













Trelleborg -Viking hefur sett á markaðinn nýja gerð af köfunarbúningi sem þolir ýmis spilli og eiturefni. Búningurinn er gerður úr NITECS efni sem er sérstætt gúmmíefni framleitt hjá Trelleborg. Búningurinn er til í tveimur gerðum VIKING HDS 1000 og HDS 1500 og viðurkenndur samkvæmt EN 14225-2. Lesið frekar um hann hér.




















Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Trellchem Spash 1000 efnabúningnum en hann hefur nú hlotið viðurkenningu samkvæmt EN 14605 staðli og farið í gegnum Type 3 prófunina. Að auki hefur hann verið viðurkenndur samkvæmt EN 1146-5 gagnvart rafleiðni. Einnig hafa verið gerðar endurbætur á þéttleika og nú eru hanskar áfestir með Bayonet hringja kerfinu. Góð vörn gagnvart eiturefnum. Lesið frekar um hann hér.