Fyrir stuttu vorum við á Ólafsfirði

Við vorum á Ólafsfirði við reglubundið eftirlit á Mini SSE búnaðnum sem notaður er þeim megin við Héðinsfjarðargöngin.






Tilgangur ferðarinnar var aðallega að bæta við hitanemum á dælur og tók það ekki langan tíma að koma nemunum fyrir. Þeir eru þannig búnir að verði aukinn þrýstingur vegna hita hleypa þeir af sér.









Einnig var búnaðurinn að öðru leyti yfirfarinn en viðhald og eftirlit búnaðarins er eftir settum reglum. Þetta fyrirkomulag er líka mikið rekstraröryggi fyrir notendur búnaðarins og minnkar líkur á töfum vegna bilana. Þetta er hluti af þjónustunni við viðskiptavininn sem velur að nota Títan efnið við sprengingar. Þjónustan er innifalin í viðskiptunum.














Á Ólafsfirði eins og Siglufirði og í Haunaveitum er búnaðnum fyrir komið á MB pallbílum með drif á öllum hjólum. Það auðveldar alla notkun búnaðarins.