Fyrstu stóru FirePro slökkvikerfin sett í báta hérlendis.

Fyrstu stóru FirePro slökkvikerfin sett í báta hérlendis hjá dreifingaraðila okkar á Akranesi Eldvörn. 
Á næstu dögum verða sett upp kerfi í tvo báta á Akranesi í stað kolsýrukerfa. Í þessa tvo báta var valið kerfi af gerðinn FP500 og er það handvirkt eins og reglur Siglingastofnunar kveða á um. Í dósinni sem er aðeins 22 sm á hæð og tæplega 9 sm. í þvermál er 500 g. sérstaks ABC slökkviefnis og nýtist þessi stærð í 12,5m3 rými eða rými þar sem þarf venjulega tvö 9 kg. kolsýrutæki. Fyrirferð er engin. Útlosun efnisins gerist á 10 til 15 sekúndum.

Öryggisfjarlægð er 2,5 m. en búnaðurinn fer sjálfvirkt af stað við 300°C en ef við hann sé tengdur hitaþráður fer hann af stað við 172°C en ekki er krafist af Siglingastofnun að kerfin séu sjálfvirk.



Við uppsetningu og útreikning á slíkum kerfum koma margir þættir að. Staðsetning, gerð kerfis heitt eða kalt, dreifing, stærð rýmis, fyrirkomulag rýmis, innréttingar í rými þá bæði fastar og lausar. Þrír starfsmenn okkar hafa sótt námskeið hjá Plahn System og fengið vottorð upp á það. Við útreikning styðjumst við við útreikningsforrit og svo er dregin upp teikning af rýminu eins og sjá má á eftirfarandi mynd og pdf. skjali.


Slík kerfi sem þessi eiga heima við ýmsar aðstæður eins og í öllum gerðum bifreiða, í húsnæði og  við eldvarnir margs konar búnaðar eins og töfluskápa, tölvur ofl. ofl.



Benedikt Einar Gunnarsson