Grein í Sirenen um BAS slökkvibifreiðar

Í ný útkomnu tímariti Sirenen nr. 8 í desember er grein um framleiðslu á BAS slökkvibifreiðum en það eru sænskar slökkvibifreiðar útbúnar samkvæmt kröfum þeirra.
Þeir sem þekkja til vita hvernig þær eru útbúnar en framleiðendur þessara bifreiða í Svíþjóð eru þrír og þar af er einn lang stærstur en þeir hafa smíðað 500 slíkar bifreiðar síðan 1986 eða 25 bifreiðar á ári.

Það er Autokaross en birgi okkar Wawrzaszek smíðar fyrir þá bæði fullbúnar bifreiðar og hluta. Í þessum bifreiðum eru Ruberg dælur.

Á þessum árum þ.e. frá 1986 voru framleiddar af öðrum sænskum yfirbyggjendum 73 bifreiðar.

Það er gaman að leika sér að tölum en þetta gerir tæplega 30 bifreiðar á ári og Svíar eru rúmlega 9 milljónir en við hvað ?? 312 þús í dag. Við ættum þá að láta smíða rúma eina bifreið á ári en hvað ??

Þetta árið afgreiðum við þrjár bifreiðar og á síðasta ári fimm bifreiðar og þrjár komar á næsta ár.
Verð í Svíþjóð er sagt vera frá rúmum 22 milljónum til 34 milljóna eftir búnaði bifreiðarinnar. Verð okkar er verulega lægra en þetta svo við erum vel samkeppnisfærir.

TLF4000/200 Fjarðabyggð