Gröftur Norðfjarðarganga hálfnaður í dag

 

Eftirfarandi frétt birtist í Austurfrétt í dag

Gröftur Norðfjarðarganga hálfnaður

Skrifað: 20 október 2014
Höfundur: Norðfjarðargöng
 
oktober 20102014 2 web

 

Fimmtíu prósenta markinu var náð um helgina, þegar verktaki Norðfjarðarganga var búinn að sprengja rúm 50% gangaleiðarinnar. Gröfturinn hefur alla jafna gengið vel, ef undan eru skilin tvö stór setbergslög Eskifjarðarmegin, sem hafa tafið framvinduna nokkuð.

Í síðustu viku voru grafnir 89,4 metrar og er heildarlengd ganganna því orðin 3.815,6 metrar sem jafngildir 50,4% af heildarlengd þeirra í bergi.

Jarðfræðin Norðfjarðarmegin hefur verið fjölbreytt og þar kom nýverið fram gríðarstór berggangur, á þriðja tug metra að þykkt og greinilega miklar lóðréttar færslur um hann, því það voru gjörólíkar aðstæður sitt hvoru megin hans.

Nú tekur seinni hálfleikur við í jarðgangagerðinni og vonast menn til að hann gangi áfallalaust.

Mynd 1: Búið að stilla borvagni upp fyrir næstu sprengifæru. 50% markinu þegar náð.

Mynd 2: Í Fannardal var nýverið farið í gegnum rúmlega 20 m þykkan berggang. Gangurinn var á köflum fallega stuðlaður, og allmikið saxaður sums staðar af misgengishreyfingum.

Myndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Verkfræðistofan Hnit

Hér eru fleiri fréttir úr Austur Frétt um gangagerðina