Nú undanfarin ár hefur aukist verulega sala á 42mm Guardman (gulum) brunaslöngum sem notaðar eru í stað 38 mm (1 1/2") rauðra brunaslangna. Guardman er
nýtt nafn á Armtex brunaslöngum og eru framleiddar í Noregi af Mandals AS (sem áður hét Mandal Reberbane AS). Slöngurnar eru
gúmmíhúðaðar að utan sem innan en ekki klæddar plastfilmu eins og aðrir framleiðendur bjóða. Ending slíkra slangna er ekki
sambærileg.
Við höfum í tugi ára selt þessar gerðir af brunaslöngum um land allt og eru þessar brunaslöngur í notkun hjá nánast hverju
einasta slökkviliði landsins. Þær eru einstaklega endingargóðar og sterkar. Eiginlega of góðar og við vitum af slöngum sem eru að
nálgast fimmtugsaldurinn og engan bilbug á þeim að finna.
Helstu stærðir hafa verið 1 1/2", 2", 2 1/2", 3" og 4".
Dregið hefur úr sölu á 1 1/2" (38mm) til slökkviliða og í staðinn hefur komið 42 mm. slangan en hún er aðeins 10 g. þyngri pr. m.
en flytur rúmlega 20% meira en 38mm. slangan. Nokkuð mörg slökkvilið eru komin með þessa gerð.
Við höfum undanfarið ár dregið úr því magni sem við erum með af 2 1/2" slöngum á lager þar sem flestir óska eftir 3"
slöngum enda flutningsgetan um þær slöngur rúmlega 70% meiri en um 2 1/2" og verðmunur ekki mikill. Storz tengin eru líka hentugri en
Þjóðverjar sem fundu upp Storz (din) tengin framleiða aðeins 2" og 3" tengin sem slöngutengi (þ.e. stutt tengi). Þess vegna er atriði að skipta
út þéttingum í 2 1/2" tengjum svo þau gagnist sem slöngutengi.
Sala hefur aukist á 4" 100mm slöngum bæði af þessari gerð og svo ofnum hvítum Getex eða Mantex slöngum sem framleiddar eru hjá sama aðila.
Þær eru aðallega notaðar á brunahana til að framlengja þá eins og sagt er.
Guardman brunaslöngur hafa allar þær viðurkenningar sem þörf er á og eru einstaklega gæðamiklar og þægilegar í notkun.
Hér eru frekari upplýsingar og samanburðartöflur.