Heimsókn í Wawrzaszek verksmiðjurnar í síðasta mánuði

Eins og fram hefur komið heimsóttum við Wawrzaszek verksmiðjurnar í síðasta mánuði til að skoða þær bifreiðar sem nú fara í skip í dag og koma til landsins á miðvikudag í næstu viku.

Við látum hér fylgja myndir af bifreiðunum og ýmsum öðrum bifreiðum sem vöktu áhuga okkar.

DSC01401.JPG (544268 bytes)
Hér má sjá slökkvistjóra Fjarðabyggðar við yfirbygginguna á undirvagn hans. 


DSC01402.JPG (598491 bytes)
Og hér frá öðru sjónarhorni. Þessi slökkvibifreið verður frábrugðin öllum öðrum slökkvibifreiðum þessa lands þar sem hú verður búin vökvaknúnum 20KVa rafali sem settur verður í grindina til að taka sem minnsta plássið


DSC01409.JPG (587039 bytes)
Hér er verið að vinna að smíði á yfirbyggingu á undirvagn fyrir Sveitarfélagið Ölfus.


DSC01399.JPG (559665 bytes)
Hér var forvitnileg yfirbygging sem fer á flugvallaslökkvibifreið.


DSC01410.JPG (559893 bytes)
Hér var að við héldum yfirbyggingin fyrir Austurbyggð.


DSC01452.JPG (601264 bytes)
Hér er úðabyssa á þaki slökkvibifreiðarinnar fyrir Ísafjarðarbæ. Hún kemur upp um leið og vatni er hleypt á hana. Afköst 800 til 3.200 l/mín. Venjulega er hún svo niður við gólf og ekki upp fyrir þakbrúnir.


DSC01456.JPG (599243 bytes)
Dælan 4.000 l/mín há og lágþrýst í slökkvibifreið Ísafjarðarbæjar.


DSC01472.JPG (553050 bytes)
Hér má sjá annað háþrýstislönguhjólið


IMG_6058.JPG (839210 bytes)
Það er mjög gott pláss. Skápar 550mm á dýpt.


IMG_6056.JPG (845870 bytes)
Hin hliðin.


IMG_6069.JPG (846030 bytes)
Hér sjást reykköfunartækjafestingar í aftursætum.


IMG_6068.JPG (773643 bytes)
Hér er verið að skýra út að við viljum fá svona sleppibúnað í loftið.


DSC01535.JPG (572489 bytes)
Bifreið Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar


DSC01537.JPG (553905 bytes)
Hér slökkvistjóri bæjarfélagsins við bifreið sína.


DSC01536.JPG (553921 bytes)
Hér er slökkvistjóri Brunavarna Skagafjarða við bifreið sína.


IMG_6047.JPG (821626 bytes)
Enginn slökkvistjóri sem skyggir á.

IMG_6060.JPG (804112 bytes)
Hér eru tveir slökkvistjórar uppi á þaki.


DSC01491.JPG (556141 bytes)
Hér sést fremsti skápur og aðeins í 10" affall úr tanki í bifreið Brunavarna Skagafjarðar.


DSC01506.JPG (561808 bytes)
Hér er dæluborð eins og verður í þessum bifreiðum. Lítið breytt.


DSC01517.JPG (565711 bytes)
Hér er dæluboð með snertiskjá en hér er hægt að mæla vatnsmagn ofl.


DSC01518.JPG (585019 bytes)
Svona er nýji frágangurinn á inntökum hjá pólskum slökkviliðum. Þetta var áður meira undir bifreiðinni. Svipað þessu verða inntökin á slökkvibifreið Austurbyggðar.
 

DSC01385.JPG (573140 bytes)
Hér eru tveir tankar tilbúnir til ísetningar í yfirbyggingar úr álgrindum.


IMG_6053.JPG (901273 bytes)
Hér er Renault Midlum undirvagn með ál og stályfirbyggingu en nú eru byggðar trefjaplastyfirbyggingar á þessa stærð og við sáum samsetningu á þeirri fyrstu.


IMG_6055.JPG (890458 bytes)
Þessi var í stærra laginu.



Við bendum ykkur á að skoða undir flipanum slökkvibifreiðar frekari upplýsingar yfir Þessar bifreiðar sem nú eru að koma til landsins en það eru bifreiðar fyrir Ísafjarðabæ, Skagafjörð og Fjarðabyggð en þar getið þið séð teikningar m.a. af innréttingum.

Bestu óskir um gleðilega páska.