Hjálparbúnaður frá Holmatro ofl.

Holmatro eins og ávallt er í fararbroddi með nýjungar. Keppinautarnir keppast við að koma með svipaðan búnað og ganga í fótspor þeirra. Loksins er einn keppinauturinn að auka klippuaflið og annar að koma með frekar misheppnaða útfærslu af einnar slöngu kerfi. Holmatro rúðubrjótur


Kominn er á markaðinn nýr og endurbættur rúðubrjótur með góðu handfangi og spennu til að festa í vasa. Brýtur rúður á þann hátt að handfang er dregið aftur og sleppt í stað þess að þrýsta á rúðuna. Verð kr. 1.116 án VSK. pr. stk. Öryggisbeltahnífur lítill og nettur á kr. 250 án VSK.


Holmatro dúkur


PVC vatnsvarinn dúkur í appelsínrauðum lit til að koma björgunartækjum fyrir á slysstað. Tvær stærðir 1,5 m x 2,0 m á kr. 8.931 án VSK. og 2,0 x 2,5 m. á kr. 10.443 án VSK. Auðvelt að þrífa og brjóta saman.

Sérstök bönd fyrir 5, 10 og 15 m. vökvaslöngur sem heldur þeim upprúlluðum í geymslu. Sérstök festing fyrir endatengi og svo krókur. Selt í settum. Verð á setti með 5 stk. kr. 4.230 án VSK og svo í settum með 20 stk. á kr. 16.045 án VSK.

Holmatro dúkurinn og verkfæri


Þykk glær sveigjanleg PVC plasthlíf með fjórum handföngum til varnar. Ver fórnarlamb gagnvart glerbrotum, skörpum endum, verkfærum ofl. Verð kr. 8.710 án VSK.





Holmatro plasthlíf

Minnum á Core björgunartækin frá Holmatro en sífellt fleiri bætast í hópinn. Nú síðast slökkvilið Húnaþings vestra. Segjum ykkur af því eftir helgina. Eins minnum við á varnarhlífar (SEP 5 og 10) á skarpar brúnir og nýjar gerðir af dælum. Viðg eigum fyrirliggjandi Protaairbag loftpúðavörn fyrir ökumann og einnig Passenger loftpúðavörn fyrir farþegann. Eins kúbein, sagir, neyðarhnífa ofl.