Holmatro á Rauða hananum

Talsvert var um nýjungar hjá einum öflugasta og framsæknasta björgunartækjaframleiðandanum Holmatro. Við nefnum helstu nýjungar hér á eftir.
Við nefnum hér helstu nýjungar og bendum ykkur á að smella á myndirnar til að fá aðrar myndir fram. Við erum því miður ekki enn búin að breyta og bæta vefsíðu okkar um Holmatro, en það er allt í vinnslu. Hér eru svo líka til viðbótar myndir frá sýningunni.


 
XR4360 (C)
Holmatro XR4360 (C) er góð viðbót við það úrval tjakka sem fyrir er. Sameinar vökvadrifin og handvirkan tjakk. Flýtir fyrir með að hægt er að draga hann út í valda lengd til að stytta þann tíma, sem fer í að tjakka út. Þarf ekki að læsa sérstaklega í stöðu áður en vökvadrif tekur við. 10 tonna lyftigeta í öllum stillingum. Handvirk lengd 300mm. Vökvavirk lengd 350mm. Lengd tjakks 625mm svo heildargeta er 1275mm. Þyngd 13,4 kg.
Holmatro HRS 22 NCT Sílsaklossinn er nýr, sem passar betur í breiðari hurðarop, sillur og B stoðir. Tenntur til að grípa betur og passar þá líka í eldri gerðir bifreiða. Vinnur með öllum gerðum Holmatro tjakka. 22,4 t. lestun og vegur 14,9 kg.
 
HRS22NCT
 
SPU16PC
Holmatro SPU 16 PU vökvadælan er létt og þriggja þrepa, fljótvirk. Sú tækni flýtir virkni og eykur nákvæmni og öryggi. Hljóðlátari en fyrri gerðir sem auðveldar öll samskipti manna á milli á slysstað.LED (díóðuljós) sem lýsa á tengi. Í plasthúsi sem ver gegn hita og eins við burð að ekkert festist í fötum þess sem ber. ECO rofabúnaður sem dregur á hávaða og minnkar eldsneytiseyðslu. Fjórgengis vél og vegur aðens 16,7 kg.
Holmatro SP10P (C) / TP10P vökvadælan er ný og einstaklega létt, fyrirferðalítil og þægileg í notkun. Með ramma til varnar hnjaski í geymslu og við erfiðar aðstæður. Fjógengis vél, tveggja þrepa og vegur 14,6 kg. Hávaðamörk 79dB-1m fjarlægð. Nægt olíuforðabúr fyrir öll verkfæri.
 
SP10P (C)/TP10P
 
HPW4624
Holmatro HPW4624 glennan bætist í úrval handdrifinna verkfæra en fyrir eru til klippur og glennur. Verkfæri til að smeygja öðrum búnaði eins og öflugri glennum eða lyftipúðum að. Minnsta bil til að koma glennu fyrir í er 6mm og getur hún opnað upp í 51mm. Glennigeta 25,8 t. og vegur 11,8 kg.
Holmatro CU2007 (C) litlar klippur. Ný gerð sem ræður við flata og sívala fleti eins og petala, höfuðpúða og steypustyrktarjárn í rústabjörgun. Auðveld notkun í þröngu rými. Einnar handar verkfæri með þrýstirofa. Klippigeta 22,4 t. og opnun 55mm. Klippir 20mm steypustyrktarjárn. Þyngd 3,8 kg.
 
CU2007 (C)
 
CC20 (C)
Holmatro CC20 (C) steypumyljari. Öflugt tæki til að brjóta upp steyptar plötur í rústabjörgun. Lítil sem engin rykmyndun. Opnast í 230mm og mylur með 7 t. átaki. Þyngd 22,9 kg. Vinnur með öllum Holmatro vökvadælum.
Holmatro RFID er tölvukeyrt auðkennis kerfi, þar sem mögulegt er að þekkja hvert verkfæri fyrir sig og fylgjast betur með aldri, viðgerðum, þjónustu ofl. Öll ný verkfæri eru útbúin með tölvuflögu, sem geymir ákveðnar upplýsingar og með aflesturs- búnaði má færa inn meiri upplýsingar, eins og hvenær fór viðgerð fram, hvað var skipt um ofl. ofl. Auðveldar einnig aðgang, að varahlutalistum. Hægt verður að setja þennan búnað í eldri tæki og tól.  
RFDI Skönnun


Við erum að fá nokkur eintök af heildarbæklingum og eins sérstökan bæklingi yfir þær nýjungar, sem komu fram á sýningunni. Um leið fáum við DVD diska í fáum eintökum, sem sýna aðferðir við björgun úr bifreiðum og eins annan sem sýnir rústabjörgun.



.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....