Holmatro björgunar og klippubúnaður í nýju SHS slökkvibifreiðina.

Í nýju bifreiðna verður settur Holmatro klippu og björgunarbúnaður frá Holmatro en SHS er með búnað af þeirri gerð í vel flestum bifreiðum sínum. Holmatro björgunartækin eru lang mest seldu björgunartækin hér á landi.


Um nýjustu gerð er að ræða en þau tæki eru öflugri og um leið léttar en eldri gerðir. Í búnaðnum eru tvær vökva dælur tveggja þrepa af TPU og PPU gerð en við þau er hægt að tengja eitt og tvö tæki samtímis.

Öflugar glennur, klippur (þær öflugustu sem SHS hefur valið 48 tonna klippiafl) og tjakkur (telescopic) með 22ja tonna opnunarafl á fyrri stimpli. Sílsaklossar og tröppukubbar, loftpúðavörn og svo SEP 10 hlífðasett sem sett er yfir skarpar brúnir til verndar slösuðum og björgunarmönnum. Að auki sérstakar petalaklippur með sér dælu.

Holmatro lyftipúðasett með púðum sem lyfta 20 og 29 tonnum. Vönduð stjórntæki með mælum, þrýstijafnari og loftslöngur með loka. Í bifreiðina verður svo einnig sett LAB4U loftpúðasett þ.e. lágþrýstisett (0,5 bar) en í því eru tveir púðar 70 x 70 sm. sem lyfta í 62 sm. hæð allt að 4 tonnum.