Holmatro björgunarappið fæst nú fyrir Android

Bókin "Vehicle Extrication Techniques" frá Holmatro sem kennir björgunaraðferðir úr bifreiðum er nú líka fáanlegt sem app fyrir Android stýrikerfið. Bókin var það vinsæl að gefið var út iPad app með einfaldri nálgun og uppflettingum, sem er það eftirsótt að nú er appið einnig fáanlegt fyrir Android spjaldtölvur.

Holmatro björgunarappið fæst nú einnig fyrir Android

Appið, sem heitir Extrication (losa einhvern úr hættulegri aðstæðu), er með örugga og kerfisbundna leið til þess að bjarga aðilum úr bifreiðum og útskýrir öll helstu hugtökin varðandi slíka björgun á einfaldan og skýran máta.

Björgunaraðferðirnar eru útskýrðar á greinagóðan máta með meira en 500 myndum og 60 myndböndum svo að það leiki enginn vafi á því hvernig best sé að standa að þessu.

Innihald

Umfangsefni appsins eru meðal annars:
- Öryggi
- Farartækið
- Læknisfræðilegi hluti björgunar
- Liðsheildarnálgunin
- Björgunarskipulagning
- Farartæki á hjólunum sínum, á hlið og þaki
- Búnaður; tæki og tól
- Nýjubílatækni
- Hybrid/rafmagnsbifreiðar
- Björgun að nóttu til
- Björgun nálægt vatni
- Margra sveita björgun
- Þjálfun
Skjámynd af Holmatro björgunarappinu fyrir Android

 

Horfa á sýnishorn

Appið er byggt á þjálfunargögnunum sem koma fram í bókinni "Vehicle Extrication Techniques" frá Holmatro, sem er skrifuð af björgunarráðgjafa Holmatro Ian Dunbar. Þetta er gott gagn fyrir björgunaraðila á öllum stigum og frábær leið til að þjálfa og þróa sig áfram.

Sýnishorn af Holmatro björgunarappinu fyrir Android á YouTube

Bókin sjálf fæst hjá okkur og er verðið á henni kr. 2.669,-