Holmatro björgunartæki fyrir Brunavarnir Skagafjarðar

Brunavarnir Skagafjarðar hafa fest kaup á fullkomnum Holmatro björgunartækjum og Vetter lyftipúðum. Velkomnir í hóp ánægðra Holmatro notenda. En Holmatro eru lang mest seldu björgunartækin hérlendis.

Um er að ræða sett með glennum, klippu, tjökkum og hljóðlátum dælum ásamt fylgihlutum. Tækin eru af nýjustu gerð sem eru aflmeiri og léttari en fyrri gerðir.












Með tilkomu þessara tækja verður bylting í tækjakosti Brunavarna Skagafjarðar, en þau leysa af hólmi gömul og lúin Hurst tæki. Og má segja að nú hafi langþráður draumur ræst því það þarf ekki að fjölyrða um það hvað góður og traustur búnaður getur bjargað miklu þegar á reynir.









En það er ekki nóg að vera með góðan búnað það þarf líka að kunna að nota búnaðinn rétt, og þjálfa menn. 


















Markviss og fumlaus viðbrögð á slysstað eru ekki síður nauðsynleg. Þessvegna höfum við einir seljenda hérlendis boðið uppá námskeið í meðferð og vinnu með björgunartæki, endurgjaldslaust fyrir kaupendur á Holmatro björgunartækjum.















Slökkviliðsmenn Hjá Brunavörnum Skagafjarðar voru mjög áhugasamir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.


Á þessum námskeiðum kennir Friðrik Þorsteinsson en hann er með kennararéttindi frá ICET sem er alþjóðlegur skóli sem sérhæfir sig á þessu sviði. En Friðrik hefur einnig mikla reynslu í notkun björgunartækja og viðbrögð á slysstað eftir áralant starf hjá Slökkviliði Reykjavíkur og nú SHS. Námskeiðið sem við bjóðum uppá er bæði bóklegt og verklegt. Í bóklega hlutanum er farið yfir uppbyggingu tækjanna, aðkomu að slysstað og helstu vinnuaðferðir, hvað ber að varast og fl. Eftir bóklega hlutann eru tækin tekin fram og virkni þeirra útskýrð. Síðan eru verklegar æfingar þar sem mönnum er leiðbeint um það hvernig best sé að ná slösuðum út úr bílflökum við mismunandi aðstæður, hvernig best sé að beita tækjunum, hvar á að klippa, hvað sé helst að varast og svo framvegis.






Holmatro hefur verið í fararbroddi í þróun á björgunartækjum um árabil, þeir leggja mikla áherslu á þróun og að tækin uppfylli ýtrustu kröfur um öryggi og afl, ásamt því að tækin séu þægileg í notkun. Þessvegna er Holmatro í nánu samstarfi við bifreiðaframleiðendur til þess að þróun tækjanna haldist í hendur við aukna notkun á ýmsum gerfiefnum og styrktarbitum í bílaiðnaðinum.














Við óskum Brunavörnum Skagafjarðar til hamingju 
með nýju Holmatro tækin og Vetter lyftipúðana.