Holmatro björgunartæki. Nýr kennslubæklingur kominn út.

Enn á ný er útgáfa á kennsluefni frá Holmatro BV þar sem kennd eru vinnubrögð við björgun fólks úr bílflökum. Holmatro er brautryðjandi í kennslu á björgunarbúnað sem notaður er við klippuvinnu og eða lyftivinnu við björgunaraðgerðir. Þó nokkuð útgefið efni er til og eins hefur Holmatro staðið fyrir námskeiðum fyrir björgunarmenn og kennara. Stofnað hefur verið sérstakt fyrirtæki þar um sem nefnist ICET og hafa nokkrir Íslendingar sótt þar námskeið og nú fljótlega fara tveir til að fríska upp á kunnáttuna á viðhaldi tækja og búnaðar.

Við munum panta meira ea þessari bók en eitt eintak barst okkur í morgun. Hún verður seld Holmatro eigendum á vægu verði. Bókin er 98 síður og er farið í gegnum ýmis atriði eins og eigin öryggi, hönnun, útlit, búnað og byggingarlag bifreiða, almennan björgunarbúnað, vinnuaðferðir, vinnuhópinn, umhverfið, skipulag, sérstakar björgunaraðgerðir úr flökum þ.e hvernig fjarlægja skal dyr, þak, mælaborð, hliðar og ekki síðast en síst stöðugleika bifreiðar. Sérstakur kafli fyrir stærri bifreiðar.

Bókin er skrifuð á ensku en á hverri síðu eru góðar myndir og skýringar og hún er skrifuð á einföldu máli. Vísað er til nauðsynlegs búnaðar og sýndur sá búnaður sem nota skal hverju sinni.

Þetta er ómissandi bók og biðjum við ykkur sem Holmatro búnað eigið að hafa samband sem fyrst og segja okkur hve margar bækur þið viljið fá. Hafið samband símleiðis í síma 5684800 eða á netfangið ogeld@islandia.is