Holmatro Combi klippur og glennur

 

GCT5117 EVO3 Combi klippur og glennur
Við höfum undanfarið afgreitt frá okkur nokkrar Combi klippur og glennur af GCT5117 EVO3.  Það eru nú þrjú slökkvilið komin með þessa gerð og er hún hugsuð fyrir fyrstu aðila á vettvang. Afgreiðslufrestur er nú 6 til 7 vikur.

Hægt er að fá sérstaka tösku, ásamt axlaról og bakpoka.

EVO 3 er nýjasta kynslóðin af rafhlöðudrifnum björgunartækjum frá Holmatro og eru tækin 25% hraðari en fyrri gerð ásamt því að vera með kolalausan rafmótor, hraðastýringu sem heldur sama mótorsnúningi, hljóðlátari, öruggari og léttari. Í línunni eru nú allar gerðir af klippum, glennum og tjökkum eins og í vökvadrifnu línunni.

Mikil framþróun frá fyrstu rafhlöðudrifnu Greenline EVO tækjunum. Léttari og hraðvirkari.  Kolalausir rafmótorar, lágværari og öruggari. Sömu rafhlöður 5Ah.  Hér er nýjasti bæklingurinn yfir EVO 3 tækin.

Núna er hægt að fá breytisett úr Greenline, Greenline EVO yfir í EVO3. einföld skipti og breyting. Einnig er hægt að fá breytisett úr vökvadrifnum tækjum yfir í EVO3.  Hér má sjá muninn milli hefðbundins vökvadrifins Holmatro tækis og rafhlöðudrifinnar gerðar af sömu gerð.

Áfram er Holmatro í fararbroddi í þróun björgunartækja. Myndband sem sýnir EVO 3 gerðir í notkun.

Ef þið hafið áhuga að panta eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

 

Model GCT 5117 EVO 3 (excl. battery)
Performance
Spreading distance 431 mm
Max. cutting opening 352 mm
Max. spreading force 54 / 5.5 (kN/t)
Min. spreading force (EN 13204) 28 / 2.9 (kN/t)
Max. cutting force C0 204 / 20.8 (kN/t)
Max. squeezing force 27 / 2.8 (kN/t)
Max. pulling force 30 / 3.1 (kN/t)
Protection rate IP54
Dimensions, weight and temperature
Weight, ready for use 14.4 kg
Weight excl. battery 13.4 kg
Dimensions (AxBxC) 778 x 279 x 204 mm
Norms
EN 13204 compliant Yes
EN 13204 classification BK28/431-E-14.4
EN 13204, cutting capacity 1E 2E 3E 4E 5E
NFPA 1936 compliant Yes
Cutting performance
Round bar (S235 acc. to EN 13204) 24 mm

 

Hér eru upplýsingar af heimasíðu Holmatro