Holmatro kynnir nýjungar.

Kominn er á markaðinn nýr og endurbættur rúðubrjótur með góðu handfangi og spennu til að festa í vasa.
Kominn er á markaðinn nýr og endurbættur rúðubrjótur með góðu handfangi og spennu til að festa í vasa. Brýtur rúður á þann hátt að handfang er dregið aftur og sleppt í stað þess að þrýsta á rúðuna. Eigum eldri gerðina í takmörkuðumagni.

 


PVC vatnsvarinn dúkur í appelsínrauðum lit til að koma björgunartækjum fyrir á slysstað. Tvær stærðir 1,5 m x 2,0 m og 2,0 x 2,5 m. Auðvelt að þrífa og brjóta saman.

 


Sérstök bönd fyrir 5, 10 og 15 m. vökvaslöngur sem heldur þeim upprúlluðum í geymslu. Sérstök festing fyrir endatengi og svo krókur. Selt í settum annarsvegar 5 stk. í setti og svo 20 stk. í setti.

 


Þykk glær sveigjanleg PVC plasthlíf með fjórum handföngum til varnar. Ver fórnarlamb gagnvart glerbrotum, skörpum endum, verkfærum ofl. 


Minnum á rafdrifinn klippi og glennubúnað frá Holmatro (sem er nú hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins), varnarhlífar (SEP 5 og 10) á skarpar brúnir og nýjar gerðir af dælum. Eigum fyrirliggjandi Protaairbag loftpúðavörn fyrir ökumann og nú er væntanleg Passenger loftpúðavörn fyrir farþegann. Eins kúbein, sagir, neyðarhnífa ofl.