Holmatro rafhlöðudrifið björgunarsett vestur á firði


Fyrir nokkru síðan afgreiddum við Holmatro rafhlöðudrifið EVO3 björgunarsett vestur á firði

Settið er af Holmatro Greenline EVO 3 gerð sem er þriðja kynslóðin af rafhlöðudrifnum björgunartækjum frá Holmatro. Nýjasta línan af litíum rafhlöðum 6Ah er í tækjunum og einfalt að fylgjast með hleðslu. Rafhlaðan er staðsett ofan á tækjunum svo auðvelt er að skipta um rafhlöðu sé þess þörf. Stýrihandfang er miðjusett og einfalt að vinna með. Tækin eru vatns og veðurvarin eftir IP54 staðli. Greenline EVO 3 tækin vinna allt að 25% hraðar en fyrri gerðir af rafhlöðudrifnum björgunartækjum og eru um leið léttari. Rafmótorar eru kolalausir hljóðlátari og eins minna viðhald. Vinnur við allt að -20°C. Rafhlöðudrifnu Holmatro tækin eru jafn öflug og vökvadrifnu Holmatro tækin. Sex díóðuljós í handfangi.




Klippurnar eru af GCU5050i EVO 3 gerð Þessi gerð er byltingagerð nýjung en blöðin hallast sem auðveldar aðgengi að póstum og þaki og handfang umlykur klippurnar. Auðveldar alla klippivinnu. Sex díóðuljós í handfangi. Klippir með 141,6 tonna afli og opnast í 182 mm. Þyngdin aðeins 20,6 kg. en 21,6 kg. með rafhlöðu. Stærðin er 898x298x268mm.

 Holmatro GCU 5050i EVO3 klippur
Holmatro GSP5250 EVO3 glennur


Glennurnar eru af gerðinni GSP5250 EVO 3 en þær opnast um 725 mm með 37,3 tonna afli og klemma með 13,8 tonna afli. Þyngd aðeins 20,7 kg. en með rafhlöðu 21,7 kg. Sex díóðuljós í handfangi. Stærðin er 964x286x216mm.


Tjakkurinn er af telescopic gerð GTR 5350 EVO 3 en opnunarafl hans er 22,1 tonn á fyrsta stimpli og 10,3 tonn á öðrum. Díóðuljós í endum til að auðvelda staðsetningu en að auki eru fjögur ljós í enda tjakkhússins. Heildarlengd er 1285mm. en í upphafsstöðu er hann 560mm.  Þyngd aðeins 23,6 kg. en með rafhlöðum 24,6 kg. Stærðin er 525x260x560mm.
 Holmatro GTR 5350 LP EVO 3 tjakkur
 Holmatro BPA litúm hleðslurafhlaða


Litíum rafhlöður af gerðinni BPA286 6Ah 28V eru með hverju tæki og eins aukarafhlaða fyrir hvert tæki. Hleðsla tekur 1,5 klst. í fulla hleðslu. 500 skipti. Auðvelt að sjá hleðslustöðu.



Hleðslutækin af gerðinni BCH1 230V/50Hz eru þrjú þ.e. eitt fyrir hvert tæki. Hleður 6 Ah stunda rafhlöðuna á 90 mínútum.
 BCH1 Hleðslutæki 230V/50Hz
 BMC1 Beinhleðslutæki


Beinhleðslutæki með 2,5 m. langri snúru að straumbreyti og 8 m. langri snúru að tæki


Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.