Homatro bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur björgunartækja

RAUÐI HANINN 2005

Holmatro sýndi og sannaði enn einu sinni að þeir bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur björgunartækja.  
Þeir pökkuðu þeim saman og tóku þá í nefið með nýju 4000 línunni í björgunartækjum sem eru með nýja gerð af kjöftum, hraðari vinnslu án álags, Led ljós í handfangi, minni um sig vegna nýs frágangs á festibúnaði hnífa og kjafta, CORE™ tæknin sem er ein slanga og svo nýrri dælu sem unnið getur með tvö tæki samtímis ofl. Enginn annar framleiðandi björgunartækja hefur komið fram með eins mikið af nýjungum og fylgst eins vel í framleiðpslu nýrra bifreiða. Ekki hefur aðeins komið fram ein kynslóð tækja heldur er nú sú fjórða að líta dagsins ljós eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á árekstararöryggi bifreiða.
   
Hér sjáið þið slökkviliðsmenn bera saman eldri gerðir og svo nýju gerðina. Hér skoða þeir eldri gerðina.
   
Og hér nýju. Sjáið þið muninn ??
   
Hér má sjá yfir básinn sem var einn sá glæsilegasti á sýningunni. Stór og mikill þar sem sýnd var öll framleiðsla þeirra bæði sú nýja CORE™ tæknin og 4000 línan og svo eldri 3000NTC línan
   
Hér sjást klippur og glennur. Takið eftir breyttu útliti þar sem miðjuboltinn eða róin er horfin og komin er sjálfherðandi útbúnaður í 4000 gerðina.
   
Benjamín Vilhelmsson sótti ráðstefnu hjá Holmatro fyrir sýninguna og þar voru nýjungar kynntar. Hér er verið að sýna nýju dæluna sem unnið getur með tveimur tækjum samtímis. Hún vegur aðeins 25 kg. Er hljóðlát 68dB og hefur ýmsa aðra kosti eins og viðvörun um eftirlit eftir 1000 klst. og stýringu eftir álagi.
   
Góðu fréttirnar. Það verður hægt að breyta eldri gerðum af Holmatro björgunartækjum yfir í CORE™ tæknina þ.e. eina slöngu sem einfaldar og hraðar allri vinnu. Við munum kynna það á næstunni. Í haust munum við hafa námskeið fyrir eigendur Holmatro björgunartækja hérlendis þar sem farið verður yfir helstu þætti varðandi klippuvinnu á nýjum bifreiðum sem eru mun sterkari en þær eldri (New Car Technology = NTC). Þess má geta að Holmatro hefur breytt kjöftum og hnífum þannig að þær grípi sem best um pósta og stafi og færi viðkomandi hlut að besta grip og klippihluta björgunartækisins. Þetta eru sem sagt ekki tæki til að vera klippa járnstangir enda ekki kröfur um það í staðli heldur hitt sem nefnt er hér.
   
Við eigum í fórum okkar CD disk sem sýnir samanburð milli eldri gerða og 4000 línunnar og CORE™ tæknina. Kallið eftir disk ef þið viljið kynna ykkur þetta frekar. Í þessari grein höfum við aðeins talið upp brot af þeim nýjungum sem í boði eru frá Holmatro
   
Við erum eini innflytjandinn og seljandi björgunartækja hérlendis sem lagt hefur áherslu á að halda námskeið fyrir sérhvern kaupanda Holmatro tækja og höfum viðgerðar og varahlutaþjónustu.