Húllum hæ hjá Slökkviliði Akureyrar

Í tilefni þess að Slökkvilið Akureyrar var að 

1) fá nýja slökkvibifreið afhenta sem þeir áttu að fá í apríl síðastliðnum,
2) þeir eru að fá körfubifreið frá SHS,
3) þeir láta frá sér til Brunavarna Skagafjarðar körfubifreið,
4) að fá nýjan búnað í bifreiðina frá okkur,
5) halda árlegan fund slökkviliðsstjóra á Akureyri,

þá var mikið um húllum hæ og dýrðir. Við heimsóttum slökkvistöðina milli 16.00 og 18.00 á laugardeginum í tilefni þessa og tókum þátt í gleðskapnum og um leið samgleðjast með Akureyringum yfir glæsilegri bifreið og búnaði í bifreiðina sem er frá okkur.



Því miður tókst myndataka ekki sem skyldi en hér er bifreiðin


Hér má sjá slökkviliðstjóra SHS og slökkviliðsstjóra Akureyringa fyrir framan bifreiðina. Sjaldgæft var að sjá marga Stjóra samankomna svona fína og gullbryddaða. Nokkrar myndir tókust það illa að halda mætti að gullstrípurnar væru orðnar átta. Skemmtileg úðabyssa þarna á gólfinu.


Hér standa saman slökkviliðsstjórinn hjá Brunavörnum Skagqafjarðar og Akureyrar og tilkynna um kaup BS á körfubifreið SA. Hér má líka sjá úðabyssuna.


Hér áttu að vera myndir frá undirskrift samninga en þær voru því miður of óskýrar. Ef einhver á myndir og við megum birta endilega sendið okkur. Borðið hér fyrir neðan er nefnilega samningaborðið.


Þessir tveir slökkviliðsstjórar settust við samningaborðið og voru að ræða sameiningarmál þegar að var komið.


Hún er glæsileg Rosenbauer slökkvibifreiðin með 460 hestafla vél og rafskiptingu, 2.500 l. vatnstank, 100 l. froðutank, 3000 l/mín dælu með gangráð, sjálfvirkri áfyllingu tanks, há og lágþrýstri, 6kW rafal við vél og 3 x 500 loftdrifið ljósamastur. Sjá frekari upplýsingar.



 
Kærar þakkir fyrir okkur.
Benedikt Einar Gunnarsson
Benjamín Vilhelmsson