Í gær föstudag var skrifað undir samning í Borgarbyggð en útboð á slökkvibifreið var í júlí
síðastliðnum hjá þeim.
Eins og svo oft áður vorum við lægstir með ISS TLF 4000/200 slökkvibifreið frá Wawrsazsek í Póllandi. Slökkvibifreið á Renault
undirvagni 450.19 með fjórhjóladrifi (sídrifi) háu og lágu og stóru áhafnarhúsi fyrir sjö manns og 450 hestafla vél.
Fjórir aðilar buðu og var tilboð okkar eins og áður sagði lægst.
Við buðum sams konar bifreiðir eins og við höfum verið að selja undanfarið þ.e. með Ruberg brunadælu 4000 l./ mín há og
lágþrýstri með öllum þeim útfærslum sem hafa verið í þeim bifreiðum sem við höfum þegar afhent á
árinu.
Bifreiðin verður með 4000 l. vatnstank og 200 l. froðutank, 2000 W fjarstýrðu ljósamastri, 4,5 kW rafstöð, slönguhjóli með 90 m. 3/4"
slöngu, úðabyssu með froðustút á þaki 3.200 l/mín, stiga, sogbörkum, reykköfunarstólum, miðstöðvum í
yfirbyggingu og áhafnarhúsi ásamt sér miðstöð fyrir barka til að leiða að slysstað, ástig í hvern skáp, vinnuljós
á þaki og umhverfis, fjórum reykkafarastólum, gangráð á dælu en brunadælan er að stærstum hluta loftstýrð.
Ýmsar innréttingar eins og snúanlegir veggir, skúffur, pallar og slöngurekkar ofl. ofl.
Bifreiðin er svipuð og sú bifreið sem við fórum með til Þorlákshafnar í gær en notað var tækifærið og farið
á henni í Borgarnes til að undirrita samninginn og eins til að máta hann inn á stöðina en hæð hurðarops þar er 333 sm. Eftir að
við höfðum fengið vatn á tankinn slapp hann vel inn og út aftur.
Til fróðleiks er hér mynd af samskonar dælu og verður í þessari bifreið þ.e. Ruberg 4.000 l/mín á lágþrýstingi og
150 l/mín á háþrýstingi.
Tilkomu þessarar bifreiðar í Borgarbyggð mun breyta mikilu fyrir slökkviliðsmenn m.a. hvað varðar hraða og ekki síður pláss fyrir
búnað og þá sjálfa.
Til hamingju Borgarbyggð.