Í vikunni fengu Húsvíkingar fullkomið sett af Holmatro björgunarbúnaði

Í vikunni fengu Húsvíkingar fullkomið sett af Holmatro björgunartækjum af 4000 gerðinni í Core kerfinu.  Nýjar klippur af stærstu gerð, glennara, tjakk og dælur tvær af PPU 15 gerðinni. Einnig petalaklippur með sérdælu. Það sérstaka við þessi kaup var að safnað var fyrir búnaðnum meðal einstaklinga og fyrirtækja á Húsavík. Það er að vísu ekki í fyrsta skipti sem slíkt er gert svo mögulegt er að geta veitt fullkomna þjónustu við vegfarendur en Húsvíkingar hafa verið duglegir að koma sér upp góðum búnaði til björgunar og má þar m.a. nefna Res-Q- Jack stoðir.

Kynnið ykkur Holmatro björgunartækin fullkomnustu björgunartækin en þessi gerð tækja er algengust hérlendis.

 
 
 


Holmatro CU 4050C Klippur þær allra öflugustu
 
 

Vökvadæla af PPU15 gerð. Helsta gerðin hérlendis

 

 

SP4240C Glenna af millistærð

 
 

TR4350C Tjakkur