Jónískur eða optískur skynjari: Hvor er betri? Þetta er liðin tíð NÚ ERU ALLIR SKYNJARAR OPTISKIR MEÐ ALLT AÐ 10 ÁRA RAFHLÖÐUENDINGU

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr tveim greinum sem við hjá Ólafi Gíslasyni & Co. – Eldvarnamiðstöðinni lásum og kynntum okkur í kjölfari gífurlegrar aukningar í sölu á optískum skynjurum.

Jónískur eða optískur skynjari: Hvor er betri?

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr tveim greinum sem við hjá Ólafi Gíslasyni & Co. – Eldvarnamiðstöðinni lásum og kynntum okkur í kjölfari gífurlegrar aukningar í sölu á optískum skynjurum. Þar taka sérfræðingar sig til og fara yfir kosti og galla jónískra og optískra skynjara og spyrja sig: hvor er betri? Hér að neðan er úrdráttur úr greinunum:

Þrátt fyrir að hvorug tæknin sé fullkomin, þá eru sérfræðingar sammála um að ef að einungis eigi að velja eina tegund skynjara þá myndu þeir frekar velja jónískan. Þetta rökstyðja þeir með því að segja að jónískir virðast vera fljótastir að skynja elda sem gefa fólki sem skemmstan tíma til að sleppa frá og að þeir greini betur reyk sem fólk á sjálft erfitt með að taka eftir.

Hvorugur skynjari er betur til þess fallinn að skynja alla tegundir elda, vegna þess að hvor skynjari fyrir sig vinnur eftir mismunandi ferlum. Helstu kostir þeirra eru:

Kostir jónískra skynjara:
1) Rafhlöðurnar endast lengur: Þar sem að jónískur skynjari þarf ekki að veita innra LED ljósi orku, eins og optíski þarf að gera, þá notar jóníski mikið minni orku. Mikilvægt atriði þar sem að lengri endingartími rafhlöðu eykur líkurnar á að eigandinn skipti um rafhlöðu áður en hún deyr.
2) Mikið betri í að nema elda sem búa ekki til þykkan sýnilegan reyk: Þegar kemur að eldum sem breiðast hratt út og opnum eldum, þá er jóníski skynjarinn með mikla yfirburði.

Kostir optíska skynjara:
1) Betri í að greina elda sem búa til þykkan sýnilegan reyk: Margir heimiliseldar byrja sem einmitt þessi tegund. T.d. þá væri eldur sem byrjaði vegna þess að einhver skyldi eftir logandi sígarettu líklegur til að hefjast sem þessi tegund elds; hægbrennandi eldur.
2) Mikið loftflæði hefur minni áhrif á hann: Þar sem er mikið loftflæði, eins og í og við loftræstingu, þá nemur optíski hraðar allar tegundir elda.

....

 

.