Kennsla í tjöldun

Í næstu viku eða nánar tiltekið á miðviku og fimmtudag verður kennsla í tjöldun. Kennd verður meðferð og tjöldun Trelleborgar tjalda sem SHS og Slökkvilið Akureyrar hafa fengið til sín. Hingað koma tveir starfsmenn frá Trelleborg í Svíþjóð en tjöldin koma frá þeim og allur annar búnaður. Almenn kynning verður á búnaði m.a. eiturefnabúningum og öðrum búnaði sem Trelleborg framleiðir og býður.

Við biðjum þá sem áhuga hafa á að fylgjast með og koma jafnvel á kynningu að hafa samband á netfangið ogeld-beg@islandia.is sem fyrst og munum við þá upplýsa viðkomandi um stað og stund.

Nokkur tjöld eru hérlendis af þessari gerð þ.e. Trelltent og ætti að vera fróðlegt fyrir þá eigendur að koma og fylgjast með.

Hér getið þið séð myndir frá því þegar tjöldin komu.