Komin upp að húsi slökkvibifreið og kerruvagn

Í dag fengum við slökkvibifreiðina fyrir Slökkviliðið í Ölfusi upp að húsi og einnig kerruvagninn fyrir Brunavarnir Suðurnesja.
Næstu daga verðu farið með bifreiðina og kerruvagninn í skráningu, vigtun og löggildingu en að því loknu verður afhending til eigenda.

Við settum inn nokkrar myndir sem teknar voru í dag. Við gerum ekki ráð fyrir að bifreiðin fari fyrr en undir helgina frá okkur og kerruvagninn ekki fyrr en eftir helgi svo að þeir sem áhuga hafa geta komið og skoðað hér hjá okkur.

Til okkar komu óvænt slökkviliðsmenn út SHS í dag sem voru að koma úr útkalli og skoðuðu og leist vel á að sögn.

Ýmislegt er frábrugðið í þessari bifreið og þeim sem við höfum afhent undanfarið eins og t.d. er komin fjarstýring á ljósamastur sem gerir það að verkum að það er sama hvoru megin  ljósamastrið er.

Ljóskastari handstýrður er kominn á framhlið. Auka strópljós uppi á hliðum og á bakvegg. Ýmsar leiðbeiningar eru komnar til að áminna um rétta notkun eins og t.d. brunadælu ofl.

Kerruvagninn olli okkur ekki vonbrigðum en hann er skemmtilega útfærður og smíði vönduð eða eins og við eigum að venjast hjá Pólverjunum. Gott rými til að athafna sig í honum miðjum. Ástig upp að aftan og á hlið. Sliskja til að keyra tunnur eða umbúðir inn að framan verðu. Ljósamastur loftstýrt, rafgeymar, öflug rafstöð, vinnuljós, aðvörunarljós gul og blá á toppi ljósamasturs, trilla, tenglar í skápum ofl.

Sjá myndir.