Kominn heim í Árnes loksins

Í gær var farið með WISS slökkvibifreið í Árnes. Móttökur voru frábærar en þar beið hópur skólabarna, kennara og svo slökkviliðsmanna.
Eftir að allir höfðu fengið að skoða hófst kennsla á bifreiðina og gekk það vel. Farið var svo í að koma búnaði á milli bifreiða en gamla bifreiðin er nú til sölu ef áhugasamur kaupandi fæst. Kristján slökkvistjóri á Selfossi hefur með það að gera.

Fallegur úði úr 3.200 l/mín úðabyssu á þaki
Við munum á næstu dögum bæta ýmsum búnaði í bifreiðina en slökkviliðið í Árnesi var vel búið af slöngum en bróðurpartur þeirra er af Armtex gerð þessar rauðu norsku. Burðarlagnir eru 2 1 /2" og þeir eiga eitthvað af 3" Getex slöngum og verður stefnan tekin á 3". Handlínur eru 2" og  1 1/2".

Eins og gerist og gengur þegar skrefin eru stór vantar ýmsan búnað í þessa bifreið svo hún sé fullnýtt og verður það sett í bifreiðina á næstu dögum.


Hér eru fleiri myndir í kringum afhendinguna og kennsluna.

Hér eru svo upplýsingar um bifreiðina.