Nýjar bifreiðar á Laugarvatn og Reykholti í Biskupstungum 2005.
Hér að neðan er bifreiðin við
aðalslökkvistöðina í Stavanger.
Búið að gera klárt fyrir notkun. Sú sem er lengst til hægri á myndinni er Anne Hjórt en hún er
aðstoðarslökkviliðsstjóri í Stavanger.
|
Bifreiðin er af árgerð 1979 og undirvagn af gerðinni MB 2632/45 og 320 hestöfl (V 10) og átta gíra.
Körfubúnaður er byggður í Bretlandi af Simone Snorkel. Bifreiðin var ekinn um 42.500 km og vinnustundir voru 2.080 klst. Bifreiðin lítur mjög vel
út og er í góðu ásigkomulagi enda verið vel hugsað um hana. Mjög auðvelt er að vinna með körfubúnað og öryggi einfalt en
mikið.
|
|
Karfan kemst í 28 m. hæð og er stigi á bómu svo hægt er að taka fólk niður stigann við björgun.
Varamótor af gerðinni Kohler gefur neyðarafl. Á hvorri hlið eru tvö 2 1/2" inntök fyrir vatnsbyssu. Skápar eru tveir á hvorri hlið fyrir
margskonar búnað. Sæti í ökummannshúsi eru fyrir tvo utan bílstjóra.
Heidarþyngd er 18.850 kg. með ökummanni. Leyfð þyngd er 23.500 kg. Lengdin er 11,85 m. og breidd 2,5 m. Hjólhaf 4,5 m.
|
|
Slökkviliðið í Stavanger á aðra bifreið af samskonar gerð sem lyftir lægra og er með styttra hjólhaf.
Eins eiga þeir nýja körfubifreið af Vema gerð sem er tölvustýrð og hefur það verið reynsla þeirra að nota frekar Simone Snorkel
bifreiðarnar þar sem tölvutæknin vill flækjast fyrir mönnum en mikla þjálfun og kunnáttu þarf eðlilega á slíkar
bifreiðar. Simone Snorkel hefur reynst vel í Noregi.
Margar bifreiðar eru þar og má nefna að slökkvilið Oslóborgar hefur sett nýjan undirvagn undir elsta Simone Snorkel
körfubúnað sinn til þess að geta nýtt hann áfram.
|
|
Í körfu er vatnsbyssa af Akron Brass gerð sem skilar um 2.275 l/mín.
Sjá aðrar bifreiðar fyrir Brunavarnir
Árnessýslu
|