Úðastútar og byssur frá Akron Brass Company.
Kynningin er í dag 4/9 2003
Slökkvistöðinni Skógarhlíð fyrir slökkviliðsstjóra og slökkviliðsmenn
Mercury úðabyssa. Einstaklega
meðfærileg úðabyssa á þremur fótum. Létt aðeins um 11 kg. Tveir eru samfellanlegir og eru karbít oddar á fótum. Inntak 2
½” og 2 ½” úttak. Skilar um 1.900 l/mín. Stillanlegur upp og niður 30°til 60° og 20° til hliðanna. Loki af
svonefndri Tork-Lok gerð en með þeirri gerð er átak alltaf jafnt og heldur lokinn sér í þeirri stöðu sem hann er settur í. Hægt
að velja um þrjár gerðir stúta þ.e. venjulegan beinan sundurtakanlegan með þá mismunandi opnun (bein buna), annan með fastri stillingu og
stillanlegan 950-1.400 og 1.900 l/mín.
|
Turbojet úðastútar.
Háþrýstir eða lágþrýstir. Margar útfærslur með eða án handfangs. Stillanlegir. Lágþrýstir 1”
50-100-150-230 l/mín.1 ½” 115-230-360-475 l/mín eða 360-475-550-750 l/mín og svo 2 ½” 475-550-750-950 l/mín. Vandaðir stútar.
Auðvelt viðhald. Viðmið 7 bar.
|
|
Háþrýstir með mismunandi handföngum. Stillanlegir. Þola 40 til 48 bar. 1” 70-115 l/mín eða 50-90-115 l/mín eða 1 ½” 50-100-150
l/mín og 50-100-150-230 l/mín allt eftir gerðum. Sérstakur frágangur vegna háþrýstings. Sérstök kúla, þétting og
skinnur til að auðvelda snögga opnun og lokun.
|
|
Handföng fáanleg í mismunandi litum á flestar gerðir. Yfirleitt eru allar gerðir stúta
stilltar við 7 bara þrýsting. Allir úr áli sem er húðað með sérstakri áferð og hluti gengur í efnasamband við
álið. Álið er fægt. Skolun án þess að loka fyrir. Froðustútar fáanlegir. Venjulegur stútur skilar froðu 1:4 en með
froðutrekt 1:12. |
|
Assault úðastútar eru í stærðum
1”, 1 ½” og 2 ½”. Lágþrýstir og nokkrar gerðir 1” eru háþrýstir fyrir allt að 40 bar. Þeir skila fallegum
úða allt niður í 3,5 bör. Fast vatnsmagn þ.e. fyrirfram er ákveðið vatnsmagn sem stúturinn er stilltur fyrir. Hægt að fá
stilliplötur. 1” stútar skila 50-100 150 og 230 l/mín.
1 ½” stútarnir skila frá 230 l/mín til 750 l/mín. 360-475-550-660 l/mín þar
á milli. 2 ½” stútarnir skila frá 750 til 1325 l/mín. 950 og 1140 l/mín þar á milli. Fáanlegir með snúanlegum
tönnum eða föstum tönnum. Margar útfærslur. Stilliplata sýnir vatnsmagn. Auðvelt viðhald og gott verð.
|
|
Saberjet úðastútar. Settir á markað fyrir
einu ári. Samskonar stútar og Assault þ.e. með föstu vatnsmagni og skila svipuðu vatnsmagni í bunu. En í úða skila 1” stútar
allt að 230 l/mín. 1 ½” stútar skila allt að 360 l/mín (ein gerð 510 l/mín) og 2 ½” stútar 510 l/mín. Þessir
stútar eru sérstakir fyrir það að hægt er að hafa úða á sem hlíf og bunu samtímis.
|
Stillanlegu stútarnir hafa sérstaka merkingu (hnúð) fyrir byrjunarúða og mjög stutt er
á milli stillinga í öllum gerðum stútanna.
KYNNINGARVERÐ Í SEPTEMBER - HAFIÐ
SAMBAND.